Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 8
6
JORÐ
keimlík ljóðum annarra ungra skálda, sem þá voru að koma
fram. Þau eru aðallega harmljóð, sem oft hafa verið kölluð
grátljóð af þeim mönnum, sem ekki voru sérstaklega hrifnir
af slíkum kveðskap. Mörg þessara kvæða Hagalíns eru ágæt, en
þó verður að líta svo á, að hann liafi þá alhnjög verið á valdi
tízku og tíðaranda í skáldskap, því að annars hefur karl-
mennska og bjartsýni jafnan verið einkenni á skáldskap lians.
Arið 1919 fluttist Hagalín austur á Seyðisfjörð og varð þar
ritstjóri Austurlands, en það var íhaldsblað. Ekki verður um
það dæmt hér, hversu rnikill liugur hefur fylgt þeinr nrála-
flutningi, en hitt er víst, að á þessunr árunr urðu þær breyt-
ingar á hugarfari hans, að hann gerðist jafnaðarmaður, og
liefur æ síðan fylgt þeirri stjórnnrálastefnu af heilunr hug.
Þegar Hagalín fluttist að austan, fór lrann til Reykjavíkur
og dvaldist þar stutta lrríð, en brá þá til utanfarar og sótti
Austnrenn lreinr að fornum hætti íslenzkra skálda. Hann var í
Noregi næstu þrjú árin, ferðaðist víða unr landið og flutti
fjölda marga fyrirlestra um íslenzkar bókmenntir og menn-
ingu. Þessi Noregsdvöl hafði mikil og varanleg áhrif á Hagalín,
lífsskoðanir lrans og skáldskap. Einkum hefur orðið áberandi
andúðin á ofsatrú og blindum bókstafskenningum, sem lrann
kynntist áþreifanlega í Noregi. Hefur hann jafnan verið hinn
harðsnúnasti andstæðingur ofsatrúar, lrvort sem hún birtist
í trúmálum kirkjunnar eða í pólitíkinni. Þessi andúð kemur
víða berlega fram í sögum lians (sbr. Einn af postulunum) og
í pólitískum greinum hans, einkum á síðari árum.
Þegar Hagalín kom heim aftur frá Noregi, gerðist liann
bráðlega blaðamaður við Alþýðublaðið og gegndi því starfi
um hríð. En 1928 flyzt hann vestur á ísafjörð. Hafði Alþingi
veitt bókasafninu þar fjárstyrk með því skilyrði, að Hagalín
yrði bókavörður. Hann átti síðan heima þar vestra allt til 1945.
Við bókasafn ísfirðinga vann hann mikið starf og merkilegt.
Hann lét sér ekki nægja að lána út bækur, án frekari umhugs-
unar. Hann tók þegar að vinna markvíst að því, að gera góðar
bókmenntir ahnenningseign. Hann benti mönnum á góðar
bækur og merka höfunda og kenndi fólki eftir megni að lesa
kerfisbundið. Þetta gerði hann bæði með daglegri leiðsögn í