Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 195
JORÐ
193
Vitnað er í rit Darwíns með samskonar bókstafstrú og innra-
trúboðs-fólk vitnar í Biblíuna. í báðum tilfellum er óskeikul-
leiki bókarinnar, og livers einstaks atriðis hennar, tekinn sem
gefinn, án þess að gerð hafi verið nokkur rökræn grein fyrir
þeim óskeikanleik."
Ymsir örðugleikar rísa auðvitað af „sönnuninni" við til-
vitnanir í óskeikula höfunda, eins og t. d. þegar þeim ber ekki
saman. Dæmi um röksemdafærslu, sem oss, vestrænum mönn-
um, sýnist einfeldnisleg, er það, þegar einn af fylgismönnum
Lysenkós „hrekur“ staðhæfingu fyrir Kolman, andstæðingi
Lysenkós, með því að benda á, að hann tilfæri ummæli eftir
Míses, er tilfæri ummæli eftir Mach, er legið hafi undir ádeilu
af liálfu Leníns. Vavílov, sem rekinn var úr forsæti Lenín-há-
skólans til að gefa Lysenkó rúm, var fordæmdur út frá því, að
hann væri áhangandi Batesons, en liann var kunnur andstæð-
ingur Darwíns og hafði verið kallaður fáráðlingur af Tími-
rjazev.
„Öll stemnirig hinna nýlegu deilna um arfgengileg efni
minnir furðulega á miðaldir, þegar tilvísun til óskeikulla höf-
unda var einnig svo algeng,“ segja Hudson og Richens. „Þó
er vert að minnast þess, að slíkar skírskotanir voru á miðöld-
um ekki taldar eiga við nerna í guðfræði, sem talin var óskeik-
ullega opinberuð. Heimspekin var aftur á móti viðurkennd
á sviði rökræðna, enda þótt álit Aristótelesar yrði æði oft þungt
á metunum. í Ráðstjórnar-Rússlandi er hins vegar viðurkenn-
ing ákveðins lieimspekikerfis, díalektísku efnishyggjunnar,
gerð að hinu mikilvægasta þegnskaparatriði. Stalín hefur geng-
ið frá kenningunni um grundvallarskoðanir (axiom) Bolsje-
víka: skoðanir, sem taka beri sem öruggar án athugunar og
efasemda, — og er þó engin þeirra augljós af sjálfri sér.“
Skírskotun til höfundar, er ekki verði móti mælt, leiðir ó-
hjákvæmilega til andstæðunnar: fordæmingar fyrir villutrú.
Helztu villutrúarafbrigðin í arfgengisfræðideilunni eru „fas-
ismi“, háspeki (metaphysics), „alþýðleg efnishyggja" (vuigar
materialism), „kapítalismi" og „líffræðileysa“ (abiologism).
Deilunni milli Lysenkós og hinna er snúið upp í baráttu milli
hins kommúnistíska mannfélags og „borgaranna". Sjálfur
13