Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 108
106
JÖRÐ
þroska til að bera. Hann hefir haft mikið gildi fyrir ýmsa
Iiinna yngri rithöfunda, svo sem Olav Duun og Inge Krokann,
og ljóðskáldin Olav Aukruse og Henrik Holnt. Eftir styrjöld-
ina 1914—1918 kom út mesta og merkasta skáldsaga lians, Sne-
skavlen brast I—III.
Af öðrunt eldri skáldum, sem voru ennþá í fullu fjöri sem
rithöfundar, voru þeir frægastir, Knut Hamsun og Johan
Bojer.
Knut Hamsun jók heimsfrægð sína með Markens Gr0de í
stríðslokin og hlaut Nóbelsverðlaun. En mikill hluti þjóðar
hans vildi ekki við hann kannast sem sinn fulltrúa, og þá eink-
um bændurnir og þeirra menningarlegu leiðtogar, og þó var
Markens gr0de lofsöngur um störf bóndans. En bændurnir
norsku sögðu falskan tón í bókinni. Fulltrúi þess traustasta
og verðmætasta og einnig þess af þrautum merkta í menningu
og lífsskoðun norskrar alþýðu er Árni Garborg, sögðu þeir.
Og svo safnaði bændastéttin lianda lionum svipaðri fjárhæð
og Nóbelsverðlaunin námti þá í norskum peningum. Síðar
sannaðist það svo áþreifanlega sem orðið gat, að þeir menn
höfðu sannarlega haft rétt fyrir sér, sem sögðu að Garborg
væri hinn sanni fulltrúi norsku þjóðarheildarinnar en ekki
Hamsun. — En Hamsun skrifaði eftir þetta merkileg og
listræn skáldrit, og ber þá fyrst og fremst að nefna hið
mikla verk Landstrykere, August og Mens livet lever — um
hinn furðulega þúsundþjalasmið, sem aldrei þorir að horfast í
augu við veruleikann, en er hins vegar ódrepandi í sinni frá-
munalegu, hlálegu og státnu sýndarmennsku — og alltaf mun
Jjykja athyglisverð og um leið furðuleg persóna, svo sem og
skáldskapur Hamsuns mun ávallt verða merkilegur kafli í
bókmenntasögu Noregs og jafnvel veraldarinnar. En sú mann-
fyrirlitning og sú ótrú á menningarlegum möguleikum alþýð-
unnar, sem gerði vart við sig í skáldritum og öðrum skrifum
Hamsuns, fór vaxandi — og að lokum leiddi hún hann inn á
brautir nazismans, svo að hann stóð öndverður þjóð sinni sem
þjónustusamlegur andi norskra föðurlandssvikara og erlendra
ofbeldisseggja og fjenda allrar mannhelgi, þá er alþýðan, sem
hann hafði vantreyst, barðist baráttu, er frægði norsku þjóðina