Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 74
72
JÖRÐ
Hér einast í orðsins list — í fáeinum línum liins fullkomna
ljóðs: Látlaus tign og hreinleiki hins glöggsæja, háttvísa ein-
faldleika, til jafns við hvar liann hæst rís í heiðfegurð í ljóðum
Jónasar Hallgrímssonar; — hin raunhæfa skyggni Stepháns G.
Stephánssonar, samfara hinni djúpu, þungu og markvissu á-
deilu, sem sjálfur Grímur Thomsen hefði ekki getað lagt meiri
jötunþunga í; — stórbrotinn og leiftureygður umbótahugur,
samboðinn Hannesi Hafstein og borinn fram með konungleg-
um svip glæsilegrar rausnar Einars Benediktssonar, — hinn
blikvængjaði fjölliugi Benedikts Gröndals og hans glettinga-
galsi, samofinn óvæntu skopsýni og skjótfleygum hugförum
Þórbergs Þórðarsonar. — Og svo sjálf kóróna þessa skínandi
andans skrúða: sá voldugi hrópandi hrifningarmáttur, sem á
stundum brýzt fram hjá Matthíasi Joehumssyni, í brennandi
bæn, liyldjúpum harmi eða heiftarógnum, sem hér, hjá liöfuð-
snillingnum blossar upp í gjósandi fögnuði jarðnesks unaðar.
En hnígur svo og breiðist út yfir allt — í yljandi, mjúklátum
innileik, eins og Þorsteinn Erlingsson og Stefán frá Hvítadal
liafa hlýjastir og hugljúfastir orðið:
„O, voðalega er skemmtilegt á Hólnum!“
Og yfir þessu öllu flögrar síðan hinn skopandi skringiljómi
og hæðniskímið glaðaglottið hans Sigurðar ívarssonar, Zetu —
í sælli minningu. . . .
Og þannig umlék snilldin og vizkan, fegurðin og krafturinn,
öll þessi nýsköpunarljóð í því lærdómskveri fyrir ljóðagerðar-
menn á íslandi, sem höfuðskáldið gaf sinni þjóð hér einu sinni
á árunum.
10. OG SVO ER:
„bara að reyna að drepa tvo
fugla með eitium steini."
ÞESSI nýræktartilraun hins góða akuryrkjumanns bar sýni-
lega uppskeru hér og þar í ljóðsins akurlendum áður en
langt um leið.
Því þó svipskildar tilraunir til útþenslu ljóðformsins og til