Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 171
JÖRÐ
169
„Þetta hafa verið breytingaár?"
„Já. Maður getur næstum sagt, að orðið hafi andleg straum-
hvörf með þjóðinni í sjálfstæðisbaráttunni. Kröfurnar fóru að
verða æ háværari um algeran skilnað og umdeið fór ísafold
að hallast meir og meir á sveif með okkur landvarnarmönnum.
Dagfari varð að hætta að korna út vegna þess, að prentsmiðjan
þóttist ekki geta prentað blaðið af því, að það hefði þessar
skoðanir. Eigandi hennar, íslenzkur kaupmaður í Kaupmanna-
höfn, taldi ákaflega óheppilegt fyrir viðskipti sín, að það vitn-
aðist meðal danskra kaupsýslumanna, að hann léti prenta í
prentsmiðju sinni harðvítugt skilnaðarblað. En Ingólfur hélt
áfram sleitulaust í Reykjavík undir aðalritstjórn Benedikts
Sveinssonar, en meðritstjóri var ég.“
„Og svo kom Þingvallafundurinn?“
„Já, og hann markaði tímamót. Það var vorið 1907, að sam-
tök tókust að nokkru leyti milli okkar landvarnarmanna og
ísafoldarmanna, sem og -voru nefndir Þjóðræðismenn. Full-
komin samtök urðu vorið 1908. Landvarnarmönnum bættist
þarna geysilega þýðingarmikill liðsauki. ísafold var áhrifaríkt
blað og ritstjóri hennar og eigandi, Björn Jónsson, mikilmenni
í sjálfstæðisbaráttunni. Þingvallafundurinn (ísafoldarmenn og
Landvarnarmenn) samþykkti nokkrar ályktanir, sem allar
gengu eindregið í skilnaðarátt. Þingvallafundarmenn gengu
svo sameiginlega til kosninga sumarið 1908 og unnu einn hinn
glæsilegasta kosningasigur, sem sögur fara af hér á landi. Það
urðu alger straumhvörf með þjóðinni. Heimastjórnarmönnum
mun hafa fækkað um helming á Alþingi. Það þurfti því ekki
að fara í neinar grafgötur með það, á hvora sveifina þjóðin
hafði snúizt. Á næstu þingum, 1908—1911, var unnið sleitu-
laust að undirbúningi algers skilnaðar — og vel þokaðist í átt-
ina í því efni. Annað merkt mál var og leyst á þessum þingum,
en það var stojnun Háskóla íslands. Stofnun hans fylgdi í kjöl-
far þeirrar frelsishreyfingar, sem gegnsýrði allt þjóðlífið. —
Landvarnarmenn og ísafoldarmenn höfðu í raun og veru einn
flokk á þessum þingum, er nefndist Sjálfstæðisflokkurinn, en
árið 1912 riðluðust fylkingarnar, en þá var gerður svonefndur