Jörð - 01.12.1948, Side 46
44
JORÐ
— Jæja, þá verða töfraoiðin að duga. Manstu þau? Ba-ra, tu-
ta-ra tá. Og Litli maðurinn drap tittlinga með öðru sínu ó-
myndarauga.
Með hálfum huga sagði ég skipstjóra, hvað honum bæri að
segja og gera. En þar var engri andstöðu að mæta. Hann vildi
víst, maður sá, fá þessu stappi sem fyrst aflokið — og honum
þótti áreiðanlega vissast að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hann
lét mig tvítaka fyrir sig töfraorðin, og svo stillti hann sér þannig
upp, að hann stóð teinréttur og báðum fótum jafnlangt fram,
lagði vinstri hönd á hjartastað og réttí upp þrjá fingur þein'ar
hægri — og romsaði upp eiðnum og því, sem stórmeistarinn
vildi láta hann bæta þar við.
Um leið og hann hafði lokið athöfninni, stéu þeir feti nær
honum, heksimeistararnir, annar rétti upp Jrrjá svarta fingur
og hinn Jrrjá rauða — og svo sögðu Jreir liátt, en hátíðlega:
— Ba-ra, tu-ta-ra-ta-ta!
— En nú er að leysa þá alla úr banni, sagði Markús Jrví næst.
Segðu kapteininum það — og nefndu við hann, að nú skuli
hann taka á stillingunni, því að hvort sem honum líki það
betur eða verr, sem ég nú geri, Jrá verði ekki hjá því komizt,
en svo megi hann óhræddur láta Jjvo burt alla galdrastafi og
allar rúnaristur og fleygja níðstönginni og hrosshausnum fyrir
borð.
Skyldi ég svo sem ekki hafa reynt að standa í stykkinu til
enda! Og kaptéinninn — Jrað lá við, að hann brosti við mér —
við þessum pilti, sem sannarlega var búinn að vera honum
þarfur.
Og svo gekk þá Markús framan að skipstjóranum, yggldi sig
ferlega, tautaði eitthvað og spýtti Jdví næst tóbaksgusu í hvítt
yfirskeggið. í skyndi vatt liann sér síðan að stýrimanni, og þar
miðaði liann gusunni í augun. Loks gerði hann matsveininum
sömu skil. Því næst sneri hann sér í suður og hneigði sig mót
sólu.
Að Jressu loknu steðjaði hann út að öldustokknum, kleif upp
á hann og renndi sér niður á bryggjuna, og við fórum eins að,
við Höskuldur.