Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 31
JÖRÐ
29
barr síðan. . . . ? Ja, þeir dönsku — þeir voru einstakir, það
mátti nú segja!
En hvernig var svo hægt að klekkja á þeim á skonnortunni
fyrir þá óhæfu, sem þeir liöfðu framið?
— Ef ég hefði verið yngii, þá. . . . sagði Höskuldur Bárðar-
son.
Nei, hann vissi rnáski ekki almennilega þd hvað. . . . Það
vissi enginn, livaða ráð væru möguleg til þess að koma frarn
við hina dönsku farmenn réttlátri refsingu. Það var ekki svo,
að neinn stingi upp á neinu. F.gill heiðni komst lengst. Hann
mælti:
— Ég segi fyrir mig: Ég held ég hefði fengizt til að brenna
á þá úr forhlaðningnum, maður, enda fínasta selabyssa. Það er
bara það, að það er brotið á henni skeftið. Hún sló mig
svoddan helvíti hérna einu sinni í vetur, að ég stokkbólgnaði
í framan, — nema ég varð heitvondur, rnaður, og skellti henni
barasta í stein — og hef svo ekki fengið gert við liana!
Sigurður kreppti hnefana — rétt einu sinni, og liann tautaði
eitthvað — en þar við sat hjá honum, og loks setti að mönnum
þögn.
F.n svo var það, að Jón á Hrynjanda sagði:
— Það væri þá einna helzt, að Litli maðurinn fyndi eitthvert
ráð. Uppi er hann, svo að eitthvað er hann að brugga.
Þögn. Síðan Höskuldur:
— Ha? Það er líka alveg satt! Og Höskuldur tinaði og glotti
við tönn. — O, bölvaður ei þó jálkurinn — er að þenkja — ha?
Og það var eins og drunganum létti. Það mátti búast við
einu og öðru frá Litla manninum, frá honum Markúsi. Ef
hann ekki, þá....
Og nú fóru rnenn að fara úr stígvélum, treyjum og peysum,
og stungu sér síðan inn í rekkjurnar. Það var ekki annað að
gera, og sjálfsagt að láta hann Markús í friði — því að það var
þó eins og fyrirheit í því að vita hann vera að þenkja.
EG veit ekki, hvað ég hef verið búinn að sofa lengi, þegar
ég vaknaði við það, að Markús ýtti við mér. Hann bað
mig hvíslandi að korna með sér upp á þilfar. Ég var fljótur að