Jörð - 01.12.1948, Side 109
JÖRÐ
107
meir en nokkur afrek afburðamanna hennar á ýmsum sviðum
höfðu gert.
Hlutur Johans Bojers varð rnjög á annan veg. Bojer hafði —
eins og raunar Hamsun — verið meira metinn erlendis, og
þá einkurn í Danmörku og Frakklandi — heldur en heima
fyrir. Hann hafði einkum fjallað um ímyndunaraflið og í
beztu bókum sínum sýnt fram á það, hve liáskalega það gæti
leikið þann, sem gæfi því lausan tauminn til sjálfblekkingar
í þágu eigingirni og sjálfsánægju. En eftir heimsstyrjöldina
gaf hann út bókina Síðasti vikingurinn, þar sem hann lýsir
afrekum norskra Lófótsjómanna, sýnir, hvernig ímyndunar-
aflið fær útlausn í dáðríku starfi á sviði hversdagslífsins og í
þágu þjóðarheildarinnar. Þarna fjallar liann minna um eina
aðalpersónu en nokkru sinni áður, lýsir nokkrum mönnum
og fjölskyldum þeirra, og verða þetta eins konar julltrúar
norskrar alþýðu. Af þessari bók varð Bojer ástsæll með þjóð
sinni og um leið frægari erlendis en nokkru sinni fyrr. Þarna
fór hann á listrænan hátt höndum um það, sem allir lundii
að var sannnannlegt. Og eftir þetta ritaði hann að minnsta
kosti þrjár skáldsögur, er fjölluðu um efni, sem hver og
einn með þjóð hans fann sig varða og voru um leið listrænni
en flestar þær bækur, sem hann skrifaði fyrir lok heimsstyrj-
aldarinnar fyrri.
NGRI en þessir höfundar voru þau Sigrid Undset og
J- Olav Duun, og bæði skrifuðu þau merkustu og beztu
skáldrit sín eftir heimsstyrjöldina.
Sigrid Undset hafði af sérstæðri sálfræðilegri skarpskyggni
lýst ástríðulífi og vandamálunr kvenna á því tímabili, sem kon-
ur voru að brjóta sér braut til að lifa sjálfstæðara atvinnulífi
og yfirleitt sníða sér stakkinn meira sjálfar en þær höfðu haft
frjálsræði og dirfsku til áður. Nú skrifaði hún hin miklu
skáldrit sín um Kristinu Lávransdóttur og Olaf Auðunsson
og börn hans, þar sem umgerðin er trúverðug ytri lýsing löngu
liðinna tíma, en viðfangsefnin fyrst og fremst flókin og erfið
sálarleg vandamál allt annað en frumstæðra karla og kvenna,
þræðir tilfinninga og ástríðna raktir af sérstæðri glöggskyggni