Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 9
JÖRÐ
7
safninu sjálfu og eins með blaðagreinum og bókmenntakennslu
í skólum, sem hann stundaði árum saman jafnframt.
En það var fleira en ritstörfin og bókasafnið, sem gerði kröfu
til starfskrafta Hagalíns. Hann hefur jafnan haft brennandi
áhuga fyrir almennum framförum og umbótum, jafnt á and-
legu og fjárhagslegu sviði, og sá áhugi fékk að sjálfsögðu nýtt
líf og aukinn kraft, þegar skáldið gerðist jafnaðarmaður. Og
Hagalín er ekki gefið það skaplyndi að geta setið hjá og liorft
á auðum höndum, þegar barizt er um stórmál. Hann er ekki
„passívur" rithöfundur. Enda gekk hann ótrauður út í stjórn-
málabaráttuna á ísafirði og gerðist brátt leiðtogi í verkalýðs-,
bæjar- og stjórnmálum. Hann var forseti bæjarstjórnar í tíu
ár, ritari og varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða um hríð og
er nú heiðursfélagi þess. Þá hefur liann verið formaður Kaup-
félags ísfirðinga og auk þess gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir bæjarfélag sitt og flokk, m. a. setið í miðstjórn
Alþýðuflokksins og boðið sig fram til Alþingis fyrir sama
stjórnmálaflokk.
Árið 1945 fluttist Hagalín til Reykjavíkur og gefur sig nú
eingöngu að ritstörfum. Enginn skyldi þó ætla, að hann sé
hættur að fást við stjórnmál. Það sýna hinar mörgu greinar
hans í Alþýðublaðinu bezt, því að í það blað hefur.hann skrifað
fjölda pólitískra greina síðustu árin, og sumar mergjaðar vel.
ÞESS er auðvitað enginn kostur að telja upp í stuttri tíma-
ritsgrein öll ritverk jafn afkastamikils höfundar og Guð-
mundur Hagalín er, enda ætla ég mér ekki þá dul. Verður því
aðeins stiklað á stærstu steinunum.
Þess er áður getið, að Hagalín fór ungur að yrkja kvæði, og
þau voru það fyrsta, sem birtist á prenti eftir hann. En snemma
mun hann líka hafa farið að fást við sagnagerð. í fyrstu bók
hans, Blindskerjum, sem kom út á Seyðisfirði 1921, eru bæði
Ijóð, ævintýri og sögur. Ævintýri voru þá allmjög í tízku meðal
yngri skálda, en ekki áttu þau eftir að verða framtíðarskáld-
skapur Hagalíns, enda er auðséð, að honum lætur smásagna-
gerðin betur. í sögunum í Blindskerjum sjást ýmis merki þess,
sem koma skal. Hið vestfirzka umhverfi kemur m. a. þegar fram