Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 43
JÖRÐ
41
alls ekki. Síðan vék hann sér að mér, var auðsjáanlega loguð
upp í honum framtakssemi:
— Segið þeim, að ég vilji tala við þá! Og hann benti upp í
siglurnar.
Ég þagði, en benti því næst á Markús og sagði frekar hljóð-
lega:
— Hann — þessi litli — er stórmeistarinn, hinn bara galdra-
meistari af annarri gráðu. Ég var alveg nýlega búinn að læra
þetta um gráðumar í danskri skáldsögu. — Hann, sá litli, liefur
mætt á leynilegu galdrameistaraþingi í Finnmörku fyrir nokkr-
um árum.
Hann var beinlínis orðinn ákafur, skipstjórinn:
— Biðjið þá að koma! Segið ég vilji semja!
Ég horfði á hann, hvíslaði síðan:
— Kaptejn, pas nu paa!
Hann kinkaði kolli. Svo vék ég mér snarlega fjær honunt og
kallaði á Markús.
Hann gaf Höskuldi merki, og svo þögnuðu þeir báðir og
tóku að þoka sér niður veglínurnar — voru ósköp stirðfættir,
en ef til vill hefur skipstjórinn talið, að þeir vildu láta liann
sjá, að þeir væru ekkert að flýta sér, hefðu svo sem allt hans ráð
í hendi sér. I.oks námu þeir staðar spölkorn frá skipstjóranum.
Litli maðurinn skældur og meinlega rangeygur, lítandi til
skipstjórans eins og hann hygðist láta hold hans rotna af
beinum, þarna sem hann stóð, — Höskuldur tinandi, saman-
kýttur í herðum, liinar svörtu, loðnu brúnir flenntar upp á
stórhrukkótt ennið, augun uppglennt, feiknsjónir, feigðar-
boðar.
— Segðu djöfsa að láta sækja drenginn, murraði Markús og
geiflaði svartar varirnar, svo að það skein í rautt tannholdið.
Ég tjáði skipstjóra vilja stórmeistarans, og hann vék sér að
matsveininum, sem húkti ennþá á kaðaldyngjunni, var nú al-
blóðugur á andliti og höndum.
— Hent lille Pedersen, dit forbandede svin!
Matsveinninn hentist af stað, og eftir svo sem tvær mínútur
var hann kominn aftur með skipsdrenginn á undan sér. Dreng-
urinn stóð þarna, náfölur og skjálfandi, blár fyrir neðan bæði