Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 163
JÖRÐ
161
því að ekki hefur persónuleiki hans sízt birzt í sumu af því —
og mundi ég kjósa að eiga í bókaskáp mínum aðgang að beztu
ræðum Árna og greinum um baráttumál, án tillits til þess,
hvort ég gæti verið honum samdóma. Greinar hans í þessari
bók sýna allar meira og minna, hve snjall rithöfundur hann er
og glöggskyggn á bókmenntaleg verðmæti, söguleg rök og
persónuleg einkenni þeirra manna, sem hann skrifar um. En
veigamestar eru tvær ritgerðir í bókinni, Snorri Sturluson og
íslendingasaga og Georg Brandes. Ritgerðin um Snorra og
íslendingasögu sýnir glögglega, hve rithöfundur, sem er allt í
senn, smekkvís á mál, orðsnjall, rökvís og hugkvæmur, geyar
náð langt í því að halda athygli og áhuga lesandans við atriði,
sem í flestra höndum yrðu þrautleiðinleg smámuna- og fræða-
tíningsflækja. Hún sýnir og skarpskyggni Árna — en ef til vill
allra bezt ást hans og hrifni á snillingnum Snorra Sturlusyni,
ást og hrifni, sem mér datt í hug við lesturinn, að ekki ættu
séf einungis rætur að rekja til glöggskyggni Árna á snilli
og mannvit Snorra. Sú alúð, sem Árni leggur við að þvo Snorra
svo sem unnt er, hreinan af einum þeim bresti, sem á hans
dögum var mjög áberandi í fari íslenzkra höfðingja og honum
hefur verið lagður til lasts, samtímis því, sem hann hefur lítt
verið hafður á orði í riti og ræðu um aðra menn 13. aldar, er
svo einstök og lýsir sér í svo frábærri hugkvæmni, rökvísi og
næsturn bragðvísi, að ég fékk hvort tveggja á tilfinninguna, að
mjög þætti Árna Pálssyni brestur þessi víta verður, og að svo
væri sem hann fyndi sig vera að verja þann mann, sem hann,
vitandi eða óafvitandi, kenndi sér skyldastan um skaphöfn,
eðlisgáfur og viðhorf við tilverunni. . . . Þætti mér ekki
skrýtið, þó að þessi ritgerð ætti síðar eftir að verða mönnum
vikið, að engan veginn hefði verið æskilegt, að Brandes hefði
er skilmerkilegasta og sannfróðasta ritgerð, sem ég hef séð um
störf og verðleika Brandesar, þó að ekkert sé hins vegar að því
vikið, að engan veginn hefði verið æskilegt, að Brandes hefði
haft forustu til lengdar í menningarmálum á Norðurlöndum.
En sú staðreynd rýrir engan veginn gildi þess mikla verks, sem
hann vann, þá er hann braut fjötra vana og fordóma af Norður-
landaþjóðunum og opnaði gluggana fyrir nýjum og hressandi
li