Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 178
176
JÖRÐ
an selinn, en það var alllangur tími. Smám saman var eins
og hann vendist mér; ég gat orðið strokið hann aftan til á
kroppinn, án þess að hann glepsaði. Og liann var hættur
að horfa á mig af nokkurri undrun. Það var rétt einns og
honum finndist ekkert eðlilegra, en að ég sæti í sandinum
hjá honum og gældi við hann. Að síðustu var hann alveg
orðinn áhugalaus fyrir mér, en hringaði sig þannig á ný, að
hann næði til afturhreifanna.
Meðaumkun mín með þessu munaðarlausa ungviði vakn-
aði þá að fullu, er ég sá hve grátt hungrið lék það. Ég hefði
ekki haft einlægari samúð með svöngu mannsbarni, en ég
liafði með þessum litla grenfætling.
En allt í einu mundi ég eftir sjónum. Hann var byrjaður
að falla í álana á leirunum, og ég sá, að ég mátti ekki tefja
lengur, ef ég ætlaði að komast heim áður en félli í kringum
hólmann. En ég gat ekki hlaupist á brott frá bjargarlausum
grenfætlingnum, enda jafnvíst að hrafnar og veiðibjöllur
kroppuðu hann lifandi, ef hann lægi þarna öllu lengur mátt-
farinn af hungri.
Og skyndileg flaug mér ráð í hug:
Dúnpokinn!
Án þess að hugsa mig frekar um, hvolfdi ég dúninum úr
strigapokanum, gekk síðan að grenfætlingnum og steypti pok-
anum yfir liann. Þegar mér hafði tekizt að koma honum í pok-
ann, stóð ég upp og hélt fyrir opið. En mikið undi selurinn
litli illa vistinni í pokanum. Hann brauzt um, eins og hann
gat, fyrst í stað, en smám saman sefaðist hann þó, og ég fór
að fikra mig heim á leið yfir leirurnar.
Ég þreyttist fljótt, þótt byrðin væri ekki ýkjaþung, enda
var ég ekkert karlmenni. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að
setja pokann á bakið, af ótta við að selurinn kynni að bíta
mig, og því varð ég að halda pokanum fyrir framan mig í
beinum handleggjum. Þegar ég loksins náði heim á túnið,
var ég orðinn slituppgefinn, en ánægjan yfir þessu afreki vóg
fullkomlega á móti þreytunni.
En björninn var ekki unninn með þessu. Nú kom fullorðna
fólkið og spurði mig eftir kríueggjunum, en þau hafði ég