Jörð - 01.12.1948, Side 97
JÖRÐ
95
við þessa bók, þó að liún sé auðsjáanlega verk snjalls og gáfaðs
rithöfundar. Hún lýsir lífi manns, sem er kominn á barm glöt-
unarinnar. Það má segja, að liann rotni lifandi — og meir og
ineir með hverjum deginum, sem líður, og að honum setjist
hræfuglar, sem kroppi í rotsárin. Loks er svo komið, að hið
einasta, sem hann á eftir, er ást hans á fegurðinni, en um
hana hefur hann þá komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hafi
ekki lífsgildi út af fyrir sig. „Nakinn kom ég frá móðurlífi og
nakinn mun ég og liéðan fara,“ sagði Job heitinn, sleginn
kaunurn, og þessi orð hefði Tom Kristensen getað tekið sér í
munn. Og hugsið ykkur: Hann var einungis fertugur, þegar
hann skrifaði þessa bók, þessa lýsingu á upplausn persónuleika
síns og á tortímingu alls, er hafði fyrir hann lífsgildi. Mér virt-
ist sagan ein hin óhugnanlegasta, sem ég hafði nokkru sinni
lesið. Knúti Hamsun, sem þá var að komast inn á braut naz-
ismans, fyrir sakir mannfyrirlitningar og uppgjafar á sviði
menningarinnar, líkaði bókin afar vel: Þarna voru þær mann-
eskjur, sem voru ávöxtur hinnar lýðræðislegu menningarþró-
unar, lifandi komnar! En svo sem Job lifði af kröm sína og
kvöl, svo varð og Tom Kristensen lengra lífs auðið en á horfð-
ist, meðan hann lifði því lífi, sem lýst er í Hærværk. Hann
hefur sem listamaður á bundið mál og óbundið náð miklum
þroska, en lítið liggur eftir liann á sviði skáldskapar, síðan
hann skrifaði Hærværk, en hins vegar hefur hann ritað mjög
margt um bókmenntir. Og nú mun ég þá minnast á viðhorf
hans og nokkurra annarra Dana, sem liafa skrifað um skáld-
skap og menningarmál á árunum milli styrjaldanna.
F.ftir heimsstyrjöldina 1914—18 litu margir þeir, er voru
óánægðir með þjóðskipulagið og atvinnuháttuna, sem höfðu
þróazt á 19. öld og það, sem af var þeirri 20., vonaraugum til
Rússlands, þar sem stofnuð höfðu verið ráðstjórnarríki, er
stjórnað skyldi eftir kenningum jafnaðarstefnunnar. Rússar
stofnuðu fljótlega nýtt Alþjóðasamband verkamanna, og hafði
það aðsetur sitt í Moskvu. í flestum löndum heims klofnuðu
verkalýðsflokkarnir, og víðast komu tveir í stað eins, flokkur
lýðræðisjafnaðarmanna og flokkur kommúnista. í sumum lönd-
um klofnuðu verkalýðssamböndin líka. í Danmörku voru lýð-