Jörð - 01.12.1948, Side 198
Sebastian Hafíner:
Evrópa og vestrænt samband
Hörundur þcssarar greinar, sem er þýdd úr World Review, júlíhefti
þ, á., er kunnur þýzkur höfundur um stjórnmálaefni; gaf m. a. út í Lon-
don á styrjaldarárunum blaðið Die Zeilung. — Hugmyndin um „vest-
rænt samband" er nú, svo sem kunnugt er, alveg í þann veginn að taka
á sig mynd staðreyndar. Lega lands vors, ástand og horfur í heiminum
og öryggi þjóðar vorrar gerir það óhjákvæmilegt, að fylgzt sé hérlendis
af vakandi athygli og heilbrigðri skynsemi með þróun þessara mála.
r
Asíðastliðnu missiri hefur hugmyndin um vestrænt
samband komizt inn fyrír vébönd raunverulegra stjórn-
mála, — er meira að segja orðið okkur einstigi til öryggis. Þetta
játa orðið flestir, en sarnt er mjög á reiki, enn sem komið er,
hvað átt er við með orðtakinu „vestrænt samband". Með orð-
inu „samband" má í daglegu tali tákna sitt af hverju, sem sér-
stök nöfn eru til yfir. Og með orðinu „vestrænt" eigum við
kannski við Vestur-Evrópu, — kannski Briissel-löndin aðeins
(Bretland, Frakkland, Belgíu, Holland, Lúxembúrg) — eða
við meinum kannski „Marshall-löndin" sextán, eða öll lönd
vestan „járntjaldsins" — eða alla Evrópu vestan Rússlands?
Eða við liugsum um Vestui-Evrópu að viðbættu brezka sam-
veldinu? Eða við felum e. t. v. einnig Bandaríkin í þessari hug-
mynd? Eða jafnvel alla Ameríku? Þá er þetta orðið það, sem
við köllum, frá öðru sjónarmiði, „hinn vestræni heimur“.
Bandaríki Evrópu eða vestrænt samband var draumsjón ald-
anna. Astæðan til, að hún er allt í einu orðin ströng nauðsyn,
kemur til af hættufullum þrýstingi, er neyðir vestrænar þjóðir,
fleiri eða færri, til. að þjappa sér saman til sjálfsvarnar. Þessi
sama orsök mun líka, fyrr en varir, ákveða stærð og að nokkru
fyrirkomulag sambands vestrænna þjóða.
í hverju ríki verka sterk öfl tregðu, djúpstæðra hefða og
hagsmuna, gegn þátttöku í víðtækara stjórnarfarslegu sam-
bandi. Ekkert ríki lætur sér til hugar koma að fórna agnarögn