Jörð - 01.12.1948, Page 190
T. S. Douglas:
Ráðstjórnin
og raunvísindin
MA.RGT getur gerzt bak við „járntjald“, án þess að mikið
beri á. Þar geta nr. a. átt sér stað átök, undarleg og ör-
lagarík, sem enginn skyldi ætla, að komið gætu til greina.
Menn mundu ekki að óreyndu ímynda sér, að arfgengisíræði
og almenn líffræði væru líklegar til stórræða á stórpólitískum
vettvangi, — en annað mun vera uppi á teningnum austan
,,járntjaldsins“. Það fer varla hjá því, að þar fari á nálægum
tínra fram opinberar syndajátningar og iðrunaryfirlýsingar
vegna villutrúar í þessunr vísindagreinum, hreinsanir í stórum
stíl og annað því unr líkt.
Deilt er um, þegar grafið er fyrir rætur ósamkomulagsins,
lrvort heimspekileg undirstaða vísindalegrar rannsóknar skuli
vera raunhyggja sú, senr vestræn vísindi eru reist á, eða hin
Grein þessi er íslenzkun greinar í júlí-hefti hins merka enska mán-
aðarrits World Review þ. á., en það er arftaki hins fræga tímarits Wil-
liams Steads, Review of Reviews. — I sambandi við grein þessa má benda
á, að 28. Ágúst sl. birti Alþýðublaðið þá fregn, að rússneskir lífeðlisfræð-
ingar hefðu nýlega skrifað Stalín bréf og játað að hafa ekki samræmt
lífeðlisfræðina kommúnismanum og lofað bót og betrun. Formaður líf-
cðlisfræðideildar Rússneska Akademísins, Orud, og margir fleiri sérfræð-
ingar þessarar vísindagreinar höfðu verið reknir úr stöðum sínum.