Jörð - 01.12.1948, Síða 83
JÖRÐ
81
breidda skræpulist hinna bjölluklingjandi fífla við hirðir þjóð-
fursta og kirkjukónga.
Og það vitum við öll, að þess háttar kúnst hefur allt fram á
þennan dag verið ástunduð við og við, ekki aðeins í hverju
landi og hverri sveit, heldur svo að segja í hverjum bæ og
hverju lireysi.
Enda má búast við, að sá búrleski skollafingur loði lengi
við í daglegu donti mannanna. Því svo snar þáttur í mannlegri
náttúru er afmyndunar- og útúrsnúningakúnst og alls konar
glennuverk eða tilhneigingin til þess — apaeðlið. Og verður svo
eflaust alla tíð, meðan minnimáttarkenndin er svo heima-
rík, að hún elur upp heila hópa af afkvæmum slíkum sem
illkvittni, öfund, hroka og hégómagirni og þeirra systkinum.
Og víst er, að færri munu þeir, sem ekki hafa í einhverju
ólundarkasti eða öðru hálfvitaskapi, brugðið fyrir sig einhverju
þess háttar kúriststykki.
Jafnvel allur þorri okkar stærstu skálda og andans manna —
sem og þeir stóru heimsins hávaðar í listum og bókmenntum
hvarvetna, — jafnvel allur þorri þeirra hefur víst á stundum
freistazt til þess að kalsa eina stund við afmyndun eða öfugsnúð
einhvers listaverks, einhverrar snillisköpunar.
Mörg munu þau, íslenzku þjóðskáldin og stórskáldin, sem
einhvern tíma hafa látið það henda sig að afskræma eða klæmast
á einhverju kvæði kollega sinna eða vísuerindum. Og viti ég
rétt, mun mörgu þeirra hafa þótt gaman að því, þegar svo bar
undir, að sjóða saman og kasta fram ýmsu því, sem yrði að
teljast illa prenthæft. Og á stundum hreinni og beinni helvítis
vitleysu.
Eitt þeirra kvað:
áðan duttu 18 niýs
ofan af Súlutindi.
Annað:
er mig að drevma eða er ég að vaða
andskotans lil. úr sjálfum mér?
Og hið þriðja:
Ærnar renna eftir fjallsbrúninni,
og hundarnir hlaupa svo hart, svo hart,
að andskotinn sér ekki í r.. .g.... á þeim.
6