Jörð - 01.12.1948, Side 28
26
JÖRÐ
lyfti höfðinu, brá kústinum framan í liann, gleiðglottandi.
— Helvítis dóninn — sót! tautaði Siggi.
En bíðum við: Þarna kom hásetinn þjótandi, sá ljóshærði,
sem staðið hafði í stiga hásetaklefans. Kattléttum skrefum
hentist hann aftur þilfarið. Hægri handleggur krepptist, hnef-
inn krepptur. Og hó. . . .! Við soguðum að okkur loftið, allir
sem einn. Hnefinn hafði skollið undir kjálkann á matsvein-
inum, sem réttist nú upp til hálfs, snerist síðan út á hlið og
skall á þilfarið eins og skotin skepna. En hásetinn þreif dreng-
inn, hristi liann. Og þar hreyfði liann sig, hreyfði annan liand-
legginn.
Við vörpuðum öndinni og litum hver.á annan.
— Og við stóðum kyrrir og horfðum á þetta djöfulsins fram-
ferði! sagði Sigurður. Hann leit á mig. Síðan: — Þú hefur bitið
þig í vörina, Oddur.
— Til lítils, sagði ég og fann lieldur en ekki til vanmáttar
míns.
— Ha? Það var sem Höskuldur gamli vaknaði af dvala.
Hann leit á okkur, af einum á annan, og tóbakslögur flæddi
út á milli tannanna. Svo sagði hann og nötraði allur: — And-
skotinn í neðsta eldsvíti hirði þessi þrælbein, þessa veraldar-
níðinga. . . . Honurn svelgdist á, gamla ntanninum.
Litli maðurinn sagði ekki aukatekið orð. En liann vék sér
við og lullaði vögusíður fram þilfarið, staðnæmdist ekki fyrr
en fram í stafni. Þar stóð hann og góndi í loft upp.
EIR fóru ofan í hásetaklefann, Sigurður og Höskuldur, en
-t ég staldraði við uppi. Ég horfði á Markús, sem sneri við
mér baki, liafði troðið sér alla leið fram fyrir akkerisvindu.
Ég ræskti mig. Nei, liann leit ekki um öxl. Þá þurfti ég ekki
vitnanna við. Ef ég skipti mér frekar af honum, mundi hann
aðeins banda við mér og segja:
— Ég er að þenkja.
Ég vissi, að nú bar mér að láta hann í friði.
Svo fór ég þá niður í hásetaklefann. Ég varð þess strax á-
skynja, að þeir Sigurður og Höskuldur höfðu ekki sagt frá því,
sem við hafði borið. Þeir sátu eins og dæmdir menn. Það var