Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 104
102
JÖRÐ
mið voru fólkinu, verða máttarstólparnir í reisn þeirra sam-
taka, sem forða því frá þrældómi og eyrnd í ríki nýrra og tækni-
legra atvinnuhátta og veita möguleika til aukinnar og glæsi-
legrar menningar, og breytir það engu um þessa ályktun rnína,
að sá, sem brautina brýtur, er maður hins villta og frumstæða
máttar, berserkur, sem sést ekki fyrir. í tveimur hinum fyrstu
þessara bóka koma ekki fram til skemmda nein þau kommún-
istísku kreddusjónarmið, sem svo mjög gætir í dómum Kirks
um bækur, og í þeirri þriðju er hin ágæta skáldgáfa höfund-
arins ekki nema að litlu leyti undir oki hins kreddubundna
kommúnisma.
Bókmenntaleg þróun i Noregi á árunum eftir heims-
° styrjöldina fyrri — og forusta mikilla bókmennta-
manna í þjóðfélagsmálum — er mjög eftirtektarvert og lær-
dómsríkt fyrirbrigði.
Bókmenntaleg blómgun með Norðmönnum hafði verið svo
stórfelld frá því snemma á 19. öld, að það vakti undrun og að-
dáun allra þeirra, er til þekktu, víðs vegar um heim. Og það
virðist svo, sem hin volduga bókmenntalega hefð hafi verndað
Norðmenn frá því að lúta svo lágt að gerast veizluskáld stríðs-
gróðamanna og braskara. í Noregi urðu ekki til neinar bók-
menntir Mammoni til lofs og dýrðar. Það var þó síður en svo,
að þar í landi ætti sér ekki stað brask og spákaupmennska á
styrjaldarárunum 1914—1918, og er Bör Börson júniór, þrátt
fyrir skopýkjur skáldsins, sannari og raunhæfari lýsing á hinni
hlálegu hlið spákaupmennsku- og falsgyllingarfaraldursins en
flestir hér geta gert sér grein fyrir. Hið alvarlegasta við gróða-
æðið kemur aftur á rnóti eftirminnilega fram í leikriti Nor-
dahls Grieg, Vár œre og vár makt.
Ef til vill urðu afleiðingar styrjaldarbrasksins livergi á Norð-
urlöndum jafnhættulegar þjóðfélagslega og í Noregi. Á fyrsta
áratug tuttugustu aldarinnar liafði mönnum orðið það ljóst
til fullnustu, hverjir fjársjóðir voru fólgnir í hinum mörgu og
miklu fallvötnum Noregs, og þar höfðu verið reist geipinrikil
orkuver. Stóriðnaður tók að blómgast, borgir uxu og nýjar
risu upp á svo skömmum tíma, að líkast var ævintýri. Þunga-
miðja atvinnulífsins og um leið þjóðlífsins fluttist á tiltölulega