Jörð - 01.12.1948, Side 34
32
JÖRÐ
manna — það máttu þeir muna, Djúpfirðingarnir, núna, þegar
ekki kom nokkur frönsk skúta, — höfðu hætt að korna, eftir
að stríðið byrjaði.... En nei — ég vildi ekki fara að ræða þessi
mál við Markús, því að þá gæti okkur orðið skrafdrjúgt — áður
en hann kæmist að merg þess máls, sem ég hafði nú brennandi
áhuga fyrir.
Markús gaut til mín augunum:
— Ég lield við verðum að reyna að nota okkur þetta.
— Nota okkur hvað?
— Hjátrúna hjá þeim dönsku.
— Hvernig — áttu við?
— Ætli við gætum ekki orðið anteknir hjá þeim sem sæmi-
lega trúverðugir heksimeistarar, við Höski?
Nei, ég botnaði hvorki upp né niður í þessu.
— Þú ert ekki rétt vel gáfaður núna, geyið mitt. Heksi-
meistari er sania og galdramaður, — já, og að við Höski værum
heksimeistarar og þú eins slags assístent hjá okkur.
— Ætlarðu að lmeða þá með göldrum — eða hvað?
— Með nauð og nöpp var það, að þú skildir — að þú fórst
eins og að eygja einhverja glóru hjá Litla manninum.
Nú þótti mér týra:
— Og hvernig — og hvenær?
— Jú, sérðu, Hvítur minn! Ög nú horfði Markús, hörnndega
skældur og ámáttlega rangeygur, á skonnortuna Dorotheas
Minde — og tuggði og spýtti í ákafa. — Sko, segi ég: Nú förum
við upp að bryggju eldsnemma í fyrramálið til þess að losa,
leggjumst þarna í krókinn ofan við bryggjuhausinn, ljúfurinn.
Ég hugsa, að við verðum búnir um hádegi, úr því að ekkert
af fiskiskipum verzlunarinnar er inni og skonnortan búin að
losa saltfarminn og taka ballest, eftir því sem Ari Dagbjartur
sagði mér, þegar hann kom um borð. Já, ég geri mér þær hug-
myndir, að um hádegi eigum við ekki annað eftir en að taka
kost, en til þess verður nógur tíminn, því að hann sjálfur sagði,
að hann byggist ekki við að komast af stað fyrr en svo, að við
hefðum innvindinn út á Sandvíkina. Þeir eru víst að al'gera
það, hann og faktorinn, hvort við seljum upp úr skipi eða lát-
um verka.