Jörð - 01.12.1948, Page 12
10
JÖRÐ
traðki á honum í sögulok. Hann vekur einmitt hið mannlega í
á liuga klerksins. Það er meistaraleg lýsing, þegar Einar gamli
á Móeyri er að brjóta varnir prestsins niður, srnátt og smátt,
og reyta a£ honum hræsnifjaðrirnar. Og Hagalíns-legt er til-
svar prestsins, þegar Einar ganrli spyr, hvort leyfður muni
veiðiskapur í Himnaríki: — Það ætti þó alltaf að mega skjóta
á ég vil ekki ákveða liöggorminn!
Kristrún í Hamravík var nýjung í íslenzkum bókmenntum.
En aðeins þremur árum síðar átti Hagalín eftir að auðga þær
með annarri nýjung. Eyrra bindi Virkra claga kom út 1936.
Þarna var á ferðinni sönn hetjusaga, eins konar íslendingasaga
í nýjum stíl. Höfundurinn sezt við hlið norðlenzks hákarla-
formanns og færir ævisögu hans í látlausan búning; engum
annarlegum listbrögðum beitir höfundur til að slá sjálfan sig
tií riddara á frásögninni. „Virkir dagar“ voru þrekvirki, ómet-
anlegur skerfur til menningar- og atvinnusögu þjóðarinnar,
ósvikin þjóðlífslýsing.
Nú lét Hagalín skammt stórra högga milli, því að sama árið
og síðara bindi Virkra daga kemur út, kemur Sturla i Vogum,
lengsta skáldsaga hans. Sú saga er bæði sálarlífslýsing og félags-
leg skáldsaga. Sturla er hinn viljásterki einstaklingur, sem trúir
á mátt sinn og megin, en reynslan kennir honum um síðir, „að
maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri
en hann sjálfur". Óneitanlega dáist Hagalín þarna að
hinum sterka einstaklingi, sem býður jafnvel náttúrunni sjálfri
birginn. Það er gaman að sjá það, að sumt í Sturlu er dregið
eftir sögunni um karlinn í Eyrarsveit, sem þaut í bræði sinni
upp í hey sitt, sem stormurinn var að rífa, þeytti heyi í allar
áttir og öskraði framan í fárviðrið: „Fleiri kunna að þeyta
heyi en þú, vindskratti!" — „Já, rífið þið bara. Ég skal byggja
upp aftur!“ grenjaði Sturla í Vogum, þegar ofviðrið var búið
að feykja hlöðunni lians. Og ekki missir hún marks, þessi lýsing
á söguhetjunni, viljamanninum ósveigjanlega:
„Það voru hörkujjotur, og hann varð að keyra sig í kút. En
hann féll ekki — og ekki lagðist hann á fjóra fætur. Með saman-
bitnum tönnum þrjózkaðist hann gegn ofurveldi fárviðrisins.
Hann leit hvorki til hægri né vinstri á leiðinni heim. Þegar