Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 206
204
JÖRto
ekki láta sitt eftir liggja og birtir hér því nokkrar hugleiðingar
er málið snerta.
KRISTNIR menn trúa á gildi bænar og þakkargerðar. Hér
skal aðeins minnt á, að með allshugar iðkun bænar heldur
maður sjálfum sér liðugum og frjálsum andlega, varðveitist frá
því — ef svo má segja — að mygla og mosagróa á sálinni, varð-
veitir og þróar með sér góða samvizku og þá jafnframt einhuga,
er lætur krafta mannsins njóta sín að fullu. Með því að iðka
bæn, upplýsist maðurinn um rétt og rangt, fyllist atorku;
upplýsing um eðli mála, úrræði og aðferðir streymir inn í
liann; ný sjónarmið opnast. Maðurinn fyllist rósemi og trausti,
því bænin yfirskyggir liann tilfinningu um nálægð Föðurins,
sem er í leyndum. M. ö o.: Allir mannsins innri farvegir opnast
— allt tekur að streyma hið innra með honum, frjálst og ó-
liindrað. Hann nýtur sín, hæfileika sinna, tækifæra sinna betur
en annars væri, — jafnvel ósambærilega miklu betur. Hann er
„í samræmi við eilífðina", — eins og einhvern tíma var sagt, —
finnur að hann er á réttum stað, réttum vegi; kennir sig ör-
uggan með hætti, sem engin sjálfsblekking, enginn svefnþorn
er í: kennir sig öruggan í samfylgd samvizku sinnar, hjarta
síns — síns himneska föður.
Meira eða minna af þessu er, eftir atvikum, hinn vissi
ávöxtur þess að stunda bænarlíf sitt af heilum huga. í ofaná-
lag koma svo bænheyrslurnar, meiri og minni, eftir þroska,
bænarlagi og ástæðum hvers eins.
Að því er hins vegar þakkargerðina snertir, þá mun það
yfirleitt vera hið fyrsta, sem andlega vakandi og reyndum
manni verður fyrir, þá er hann gerir bæn sína: að lofa Föð-
urinn fyrir hans ósegjanlegu, föðurlegu mildi, fyrir hans — ef
svo mætti segja — stórmannlega örlæti og víðsýni — í stuttu
máli: fyrir hans eilífa kærleika: Fyrir Son Hans, Jesú Krist, og
fagnaðarerindið, er hann færði oss mönnum frá liinum eilífa
Föður: Fagnaðarerindið um Föðurinn, — fagnaðarerindið um,
að oss sé óhætt að trúa því afdráttarlaust, að vér séum guðsbörn,
en eigum þá líka að sjálfsögðu að líta á náunga vora sem brœður
vora og systur, — fágnaðarerindið um, að vér séum erfingjar —