Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 125
JÖRÐ
123
tileinka sér þessi sannindi, einmitt þá varð hann virkur þátt-
takandi í málum dagsins. Hann skipaði sér í hóp hinna stríð-
andi manna, þeirra, er sáu skugga villimennskunnar, hins dýrs-
lega og djöfulóða eyðingaranda falla yfir lendur menningar
og mannhelgi. Nú átti Hjalmar Gullberg eitthvað að verja,
þar sem var frelsi andans til að stríða við efnið og búa því form
liins óforgengilega í list á sviði listarinnar, í list á sviði alls
mannlífs.
Agnes von Krusenstjerna var af aðalsættum. En aðallinn er
að verða — jafnvel í Svíjrjóð, þar sem vegur hans hefur þó á
síðari áratugum verið rneiri en annars staðar á Norðurlöndum
— eins og fiskur á þurru landi. Þess vegna er það, að vilji hann
halda í görnul form og yfirskin fornrar stöðu sinnar meðal
fólksins — og jrað vill aðallinn yfirleitt mjög gjarna — Jrá verður
aðstaða hans til sannrar lífshamingju lakari en nokkurrar
annarrar stéttar. Hann er yfirleitt fátækari en svo, að hann
geti haldið sig til jafns við miðlungs athafnamenn, og hann
getur ekki leyft sér hagsmunasambönd — ekki að minnsta kosti
opinber — við fólk, sem er af sauðsvörtum almúganum, þó að
Jrað sé aldrei nema ríkt. Hann getur heldur ekki — sízt kven-
fólkið — leyft sér sitthvað það í félags- og skemmtanalífinu,
sem öðrum, jafnvel snobbuðum borgurum, er heimilt. Alls
staðar mæta honum sýnilegar hömlur. Svo er jrá ekki völ á
öðru en yfirskininu og launblótinu. Agnes von Krusenstjerna
lýsir átakanlega lífi Jressa fólks, og bækur hennar vöktu meira
lineyksli og nteiri deilur en nokkur önnur sænsk skáldrit síðan
á dögum Strindbergs. En þær hafa einmitt sannleika að flytja,
sannleika, sent er mjög nöturlegur, hörmulégur. Þær eru neyð-
ar- og aðvörunaróp sálar, sem hefur verið þrautpínd vegna yfir-
skinsvirðingar stéttar, sem á sér nú ekki raunverulegri tilveru-
rétt en elgur á kornakri. Og þrátt fyrir ýmsa galla eru jafnvel
hinar fyrstu bækur Agnesar von Krusenstjerna merkisrit í
sænskum bókmenntum, en seinasta skáldverk hennar, Fattiga-
del (1935—1939), eitt stórbrotnasta skáldritið, sem sænskur rit-
höfundur hefur skrifað í óbundnu máli.
Fredrik Böök er í rauninni af sömu kynslóð og Sigfrid Si-
wertz og Hjalmar Bergmann, en ég minnist á hann hér, jrar eð