Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 36
34
JÖRÐ
— Ég get kannski komizt að efninu — og gert mig eitt-
hvað skiljanlegan.
— Ja, já. Þú átt sem sé að vera eins slags túlkur, en við töl-
um nú frekar um það á morgun. En svo þyrftirðu að liafa ein-
lrver ráð með það um hádegisleytið að útvega mér rauðan blý-
ant og krítarmola.
— Eg ætti að geta skotizt til hans Óskars og fengið þetta hjá
honum.
— Já, það er rarítet.
— Þú ætlar þér. . . ,? Ja, ekki hefur nú Höskuldur gamli
neitt vit á að. . . .?
— Hann hefur annað. Hann hefur bærilegt útlitið — og
ætli Litli maðurinn leggi svo ekki hitt til, forstandið, sosum!
Ekki þar fyrir: ég hélt ég hefði nú útlit — líka. Og Markús
gretti sig og ranghvolfdi augunum.
Ég brosti. Hver skyldi efast um, að hann hefði útlit?
— Þið ætlið þá — þú ætlast þá bara til, að þið setjist á seið-
lijall? En voru nokkrir seiðkarlar til í gamla daga?
— Hvað er þetta? Og þykist vera bókamaður. Manstu ekki
eftir mönnum úr íslendingasögunum, sem kallaðir voru seið-
skrattar?
— Jú, jú, jú, jú! Ég gat ekki verið þekktur fyrir annað en
látast muna eftir þessu.
— Jæja, já, ætli við förum þá ekki að lúra, Hvítur minn?
Eitthvað gerist á morgun, sem ekki hefur gerzt hér fyrr — á
þessari öld að minnsta kosti. Þú getur liaft Litla manninn
fyrir því.
ÞAÐ var enginn á bryggjunni, alger miðdegiskyirð ríkjandi
yfir henni og hinu óbyggða svæði, sem var milli liennar og
hinna gömlu verzlunarhúsa. Maria lá í króknunr ofan við
kryggjuhausinn, og öll skipshöfnin, að undanskildum Jrrern
mönnum, stóð á öldustokknum, sem að vissi, og hallaðist fram
á brún bryggjunnar. Skipverjar liorfðu upp í reiða á skonnort-
unni dönsku, sem lá framan við bryggjuhausinn. Jón á Hrynj-
anda, Bjarni litlan, Björn stýrimaður, Sigurður Jósúason og
Egill heiðni höfðu í lrægri hendi lrver sína birkirenglu, en