Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 123
JÖRÐ
121
hún hefur skrifað þá bændasögu, sem mér virðist veigamest
allra sænskra sagna um slík efni, ef til vill að fyrra bindinu af
Jerúsalem Selmu Lagerlöf undanteknu, en sagan heitir Ása-
Hanna, og er þar allt í senn til.kosta: Sagan er fjölbreytt lýsing
á sveitalífinu, vel byggð og ágætlega skrifuð, fjallar á raun-
liæfan hátt um mannleg vandamál og hefur að geyma sérlega
eftirminnilegar mannlýsingar.
Ef til vill hafa þessi og önnur formföst góðskáld Svía á blóma-
skeiði átt sinn þátt í að veita hinum ungu skáldum það jafn-
vægi og þá virðingu fyrir menningarlegum formum og alvar-
legri listrænni viðleitni, sem mátti orka því, að Svíar sluppu
við þá niðurlægingu, svo sem Norðmenn, að vettvangur bók-
mennta þeirra væri gerður að veizluborði nýríkra braskara. Sá
rithöfundur, sem þegar fyrsta styrjaldarárið hafði mjög vikið
um efnisval, en þó einkum form, frá alfaravegi og gerði síðan
ýmiss konar tilraunir til þess að ryðja sér þar nýjar leiðir, var
Per Lagerkvist, og hvað sem leið þörf hans á nýju formi, var
hann engan veginn sá maður, sem léti fala sína listrænu alvöru
fyrir gull eða drykk hinna státnu lirossaprangara, nautgripa-
sala og tunnukaupmanna, sem á stríðsárunum gerðust verð-
bréfabraskarar, rökuðu saman fé og festu hlekkjafesti úr gulli
framan á magann. Og brátt kom þar eftir styrjöldina, að í stað
lífsóánægju og stefnulauss reiks tileinkaði hann sér trú á mögu-
leika mannanna til þroska og til að haga samlífi sínu þannig,
að þeir fengju skilyrði til að neyta þeirra möguleika, einungis
ef þeir yrðu ekki leiksoppar í höndum þjóðfélagslegra spá-
kaupmanna og sálsjúkra æsingamanna — á vettvangi stjórn-
málanna. Þá vék hann og frá hinum margvíslegu, oft frumlegu
og athyglisverðu, en stundum líka mjög svo fálmkenndu til-
raunum sínum um myndun nýs forms, og tók að leggja rækt
við að samhæfa gamlar og kunnar gerðir ljóðrænna og leik-
rænna forma þeirn áhrifum, sem breytt ytri viðhorf höfðu á
hans innra mann. Forrnið á hinum síðari verkum hans hefur
svo oftast verið tært og jafnstreymt, þó að hann hafi brugðið
yfir það hverfilitum, sem gefa í skyn hin margvíslegu blæbrigði
hins innra veruleika. Á árunum eftir 1930 gerðist liann í ritum
sínum áhrifamikill andófsmaður nazismans og ákafur verjandi