Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 182
Gísli Halldórsson:
Andsvar um iðnaðarmál
til Helga Hermanns
JOHÐ er ánœgja að þvi að eiga,
þótt ekki sé nema ofurlitinn, þátt
i þvi að vekja athygli islenzks al-
mennings á gildi hins unga og efni-
lega iðnaðar þjóðar vorrar og liinu,
að þarfir lians skýrist sem bezt við
umrceður.
VEGNA greinar, er skólastjóri Iðn-
skólans ritar í síðasta hefti
JARÐAR, neyðist ég til að eyða
nokkru af rúmi tímaritsins til and-
svara.
Skólastjórinn hneykslast — eins og
sálufélagi hans, Sveinbjörn Jónsson —
á ummælum mínum um lokun iðn-
greinanna.
Prentar hann, eins og Sveinbjörn,
þessi ummæli upp orðrétt og telur
þau stóryrði og áróður. — Nú eru
ummælin að vísu rituð í fjörlegra
samhengi heldttr en þau birtast í Iijá
Helga Hermanni, og i hita þeirrar
sannfæringar, sem vill ryðja steinrunn-
um torfærum úr vegi. En það er þó
sfður en svo, að ég standi ekki við
þessi ummæli og þykir mér því vænt
um endurprentanir þeirra Sveinbjarn-
ar og Helga.
Eg endurtek:
„í dag eru iðngreinarnar lokaðar í
þessu landi. Já, harðlokaðar. Aðeins
örfáir unglingar fá á ári hverju að
læra. Mest fyrir kunningsskap eða af
tilviljun. Ekki fyrir það að þeir skari
fram úr öðrum unglingum."
Eg held því enn fram, þrem árum
eftir að ég ritaði greinina í JÖRÐ, að
fjöldi ungra manna hafi undanfarin
ár ekki komizt að sem Iærlingar og
ekki gelað lagt fyrir sig iðnnám þrátt
fyrir viðleitni og hæfileika til þess að
læra ákveðna iðn. Og það án þess að
hæfileikar þeirra væru athugaðir —
eða þeir úrskurðaðir miður hæfir en
hinir, sem að iðnnámi komust.
Ég hcld þessu fram sem staðreynd,
því að mér er persónulega vel kunn-
ugt um þetta. En báðar þær nefndir
sem störfuðu að því að upplýsa þetta
mál og sem ég starfaði í — önnur skip-
uð af Vinnuveitendafélagi íslands en
hin af ríkisstjórninni — voru einnig
þessarar skoðunar.
Sem framkvæmdastjóri vélsmiðjunn-
ar Jötuns varð ég einatt að neita ung-
tim, efnilegum mönnum um að taka
þá í nám í vélsmíðum og tók það sárt,
því að mér var kunnugt um, að þeir
gengu víðar bónleiðir til búðar og
urðu sumir frá að hverfa fyrir fullt og
allt, eftir að hafa árangurslaust knúið
á þær dyr, sem þeim voru lokaðar. Ég
kalla slíkar dyr harðlokaðar — enda
þótt meistarinn standi með lyklakipp-
una að hurðarbaki.
Helgi Hermann segir: „Gísli Hall-
dórsson viðurkennir í blaðagrein, að
hann hafi aðeins haft 7 nemendur í
sinni smiðju, Jötni, á móti 14 fulllærð-
um iðnaðarmönnum".
Samkvæmt lögunum mátti eg hafa
einn á móti hverjum sveini. En hvers