Jörð - 01.12.1948, Page 127
JÖRÐ
125
uppreisn hinna ungu sjálfdauð, áður en ég fyrir mitt leyti var
búinn að komast að Ijósri niðurstöðu um stefnumið foringjans,
og hygg ég, að ég hafi þó lesið flest það merkasta, sem liann
um þau skrifaði.
Loks vil ég þá nefna nokkra af helztu rithöfundum Svía á
árunum frá 1930 til friðrofanna 1939, og vel ég þá nokkuð með
tilliti til efnisvals og viðhorfa, en ekki eingöngu hins, hverjir
kynnu við nána athugun að teljast fremstir sem listamenn.
Vilhelm Moberg er þegar orðinn kunnur öllum Jrorra manna
liér á landi. Hann gaf út fyrstu bók sína 1921, en það er ekki
fyrr en um 1930, að frá honum koma þær bækur, sem rnarka
honum sérstöðu í sænskum bókmenntum. Hann er kominn
af bændafólki, og ])á er hann fyrir nokkrum árum hafði efna/.t
allvel á bókum sínum, keypti hann sér bújörð og gerðist bóndi.
Hann hefur og fyrstur sænskra rithöfunda lýst raunsætt þeim
vanda, sem hin tiltölulega hraða þróun iðnaðarins og vaxandi
aðdráttarafl borgarlífsins hefur búið sænskunr bændum og
æskulýð sveitanna. í skáldsögunum Langt frdn landsvagen og
De knutna hdnderna og síðan í Sa?ikt sedebetyg, Sömnlös og
Giv oss jorden, liefur liann fjallað um þessi mál af mikilli Jrekk-
ingu, djúpri alvöru og skáldlegri innlifun — og komizt að já-
kvæðri niðurstöðu, án Jress að tefla á tvær hættur listrænu jafn-
vægi sagnanna, og allt fram að þessu eru þessar skáldsögur Mo-
bergs Jrær af bókum hans, sem verða að teljast veigamestar og
líklegastar til langlífis.
Eyvind Jolinson hóf líka rithöfundarferil sinn á Jrriðja tug
aldarinnar, en það var ekki fyrr en á þeim fjórða, sem liann
skrifaði þær bækur, er hafa það gildi, að ég telji ástæðu til að
nefna hann hér fremur en ýmsa þá, er ég sleppi. í skáldsögum
sínum fyrir 1930 er hann yfirleitt svartsýnn, en annars þó fjöl-
lyndur og reikull um stefnur og stíl, en í fjögra binda skáld-
verkinu um unglinginn Ólaf, er form lians jafnvægt, stíllinn
tær og samt blæbrigðaríkur, mannlýsingarnar skýrar og náttúr-
legar — og þó svo sem bjarmi æsku og lífstrúar yfir heildinni.
En eins og Moberg í Jrriggja binda skáldriti sínu hefur til hlið-
sjónar ævi sjálfs sín, svo mun það og vera Eyvind Johnson,
l\inn geðslegi ungi maður, sem er aðalpersóna í bindunum