Jörð - 01.12.1948, Page 153
JÖRÐ
151
betur sínum lilut heldur en áður en þeir fengu mig dæmdan.
Þá er og það, að ekki er á færi nokkurs manns að segja svó ævi-
sögu sína, hvort sem liann skrifar hana sjálfur eða lætur skrifa
hana, að ekki verði þar eitthvert smáatriði mishermt — eða sé
af einum eða öðrum talið vera það. Og ég lít þannig á, að það
hafi engin áhrif á heildargildi slíkrar bókar, þó að þar sé eitt-
hvað mishermt um smávægilega atburði. Hins vegar er allt öðru
máli að gegna, ef bókin gefur skakka hugmynd um aldaranda
eða siðabreytni — þótt ekki sé nema í einstöku héraði. Mjög
mikið hefur verið rætt um lýsingu Árna prófasts á Snæfell-
ingum. Sú lýsing er ljót og stórorð, og sannast að segja þótti
mér hún ærið ótrúleg, enda hafa menn, sem til þekkja, tjáð
mér það, að ekki hafi verið neitt svipað því jafnýfingasamt með
séra Árna og sóknarbörnum hans eins og ráða megi af sögunni,
og hafi hann verið mjög vinsæll. Hins vegar kunna bæði ég
og aðrir skil á því, að stundum er sem bylgjur spillingar skelli
yfir heil héruð og kollvæti þar þorra manna. Þess eru dæmi,
að hreinn og beinn glæpafaraldur liefur farið um heilar sýslur.
Þá þekkti ég og af eigin raun hverfi, sem mátti heita altekið
af sams konar siðleysi og séra Árni segir frá, en ekki heila sveit,
livað þá heilt hérað. . . . En ærið fróðlegt verður að sjá frarn-
hald þessa mikla rits, og víst verður það svo mikið lesið, bæði
nú og síðar, að ástæða er til þess, að Þórbergur Þórðarson at-
hugi sem bezt frá ýmsum hliðum sitthvað það, sem þar er
dregið frarn í dagsljósið, því að þó ég telji ekki ástæðu til að
—ætla, að Árni prófastur hafi sagt honum annað en það, er
hann hugði sannast og réttast, þá er það auðvitað, að maður
gæddur annarri eins mælsku og hann liafði til að bera, svo
miklum skaphita og ímyndunarafli, er aldrei ólíklegur til að
falla óafvitandi í þá freistni að stækka og skýra sumt, en rninnka
annað og deyfa — í samræmi við stemningu líðandi stundar —
þegar sagan er sögð. — Heígafell er útgefandinn.
DAGUR ER LIÐINN. Svo heitir bók, sem Indriði Indriða-
son frd Fjalli hefur skrifað. Er þetta saga Guðlaugs Krist-
jánssonar frá Rauðbarðaliolti í Dalasýslu. Guðlaugur var fá-
tækra manna barn og ólst upp á sveit, var síðan í vinnu-