Jörð - 01.12.1948, Side 84
82
JÖRÐ
En þetta þriðja og síðasta mun raunar gert í orðastað eins-
konar nýljóðaskálds, sem var mjög afkastamikið í slíkri tízku-
ijóðagerð.
Það mætti svo sem halda lengi áfram að telja eitthvað af
slíku fram úr fórum þjóðskáldanna okkar, fyrr og síðar. En
liins vegar hef ég aldrei heyrt þess getið fyrr, að neitt þeirra
hafi beinlínis talið mikilvæga þörf fyrir kennslufræði í þess
háttar ljóðastíl. Og því síður talið sig hafa fundið þar nýjar
leiðir eða athyglisverð vinnubrögð. Og erfitt mun að finna
ómengaðan búrleskan bultvaðal í bókum þeirra eða aðrar
nýjustu skreytingarlistir náskyldar, sem allmjög hefur nú borið
á í bókmenntum okkar um nokkurt skeið, bundnu máli og
óbundnu ýmissa höfunda.
Hefur þó sumt slíkt borið þann vott um mikla kunnáttu og
þvílíka þjálfun í kjöftunartækni, að nærri nálgast það geníala
á stundum á því sviði. Og fer þá að verða vandséð í fljótu
bragði frændsemi þess við búrre-kúnstir hins búrleska „stíls“.
En engum dylst þó, að andinn er hinn sami og innrætið af
einum kvisti sprottið
Og sjaldan þarf að ganga mjög nærri slíku til gagnrýni, til
þess að það leysist upp í tæknislegar loddarakúnstir og stílist-
ísk bellibrögð ómerkilegrar ættar. En það er bara svo ákaflega
sjaldan, sem nokkur lætur sér detta í hug að gægjast inn í þann
glosavef yfir tóminu eða utan um gorkúluættaða gróðrar-
sveppi.
Því það eru ekki nema svo fjarska fínir og frægir höfundar,
sem þora að útbía skáldrit sín með þess háttar ræktun og rósa-
verki.
Og sannast þar sem oftar rómverska spakmælið: „quod licet
Jovi, non licet bovi.“
En satt bezt að segja, þá er það nú svo, að þessi verk þeirra
fínu og frægu, er þetta hafa leyft sér, hafa ekki þolað slíka með-
ferð. Þau eru raunverulega skaðskemmd, jafnvel eyðilögð, sem
bókmenntaleg listaverk. Og þau mundu hafa verið sundurrifin
og sópað niður í ruslið, ef blind aðdáun lokaði ekki ávallt aug-
unum þegar meistararnir hrista úr klaufum sínum.
En það er nú samt svo, að öll þau ritverk, sem flúruð eru út