Jörð - 01.12.1948, Síða 185
JORÐ
183
eða námskeið upp einnig hér á landi.
\ onandi að slíkur skóli rúmist innan
hinnar miklu nýju iðnskólabyggingar,
sem H. H. á væntanlega eftir að veita
forstöðu.
Eg vil nú Ieyfa mér að rifja upp
nokkur ummæli H. H. orðrétt, eins og
þau komu fyrir í grein hans. Varpa
þau nokkru ljósi á þann skilning, sem
skólastjóri Iðnskólans hefur á þessu
máli.
H. H. segir m. a.:
„Þróun iðnaðar hefur orðið svo ör
hjá okkur, tala nemenda svo stór, að
hinn gamli góði siður, að hver meist-
ari kenndi ncmendum sínum persónu-
lega, er að mestu leyti horfinn.
Nemendur eru látnir vinna með
sveinunum og læra at þeim og eldri
lærlingum. Af þessu leiðir, að þeir fá
sumstaðar ekki eins góða tilsögn og
áður var og ccskilegt er."
„Nemendurnir fengu ónóga kennslu
og viðskiptavinir verkstæðisins ófull-
nægjandi vinnu og viðgerðir."
„G. H. — — stendur mjög höllum
fæti, þegar hann deilir á tæknilegt
uppeldi iðnnema hér á landi. Hann
berst gegn helzta ákvœði laganna, sem
tryggja nemandanum fullnœgjandi til-
sögn.“ (Ákvæðið að ekki megi hafa
fleiri lærlinga en sveina.)
„Gísli Halldórsson viðurkennir í
blaðagrein, að hann hafi aðeins haft 7
nemendur í sinni smiðju, Jötni, á móti
14 fulllærðum iðnaðarmönnum."
„Hann (Gísli) hafði sjálfur stórt
verkstæði og marga iðnnema, og þeir
kvörtuðu í mín eyru eigi síður en
nemendur annarra verkstæða undan
einhliða vinnu og ófullnægjandi
kennslu."
Hvernig skyldi þá kennslan vera þar,
sem er einn nemandi á hvern svein,
fyrst hún er svona þar sem hver nem-
andi hcfur tvo sveina til tilsagnar?
„----er það öllum vitanlegt, að á
hernámsárunum og undanförnum eft-
irstríðsárum hefur vantað iðnaðar-
menn."
„Það er stórt mál fyrir ísl. þjóðina í
heild, hvernig búið er að iðnaðinum."
Um iðnskólann segir H. H.:
„Kennslustofur eru 9 og þá allt hús-
ið notað til kennslu og tvær stofur
meðtaldar, sem reistar voru í bakgarði
hússins.... í skólanum voru i vetur
um 900 nemendur og 30 kennarar.
Kennarastofa ein, sem jafnframt er
skrifstofa og geymslustaður fyrir á-
höld."
Svona er nú ástandið í skólanum,
er veitir flestum iðnaðarmönnum alla
sína iðnmenntun. Verklegu menntun-
ina verður svo að snapa upp á vinnu-
stað.
En þetta ástand ofbýður H. H. þó
réttilega, og segir hann:
„Þörfin fyrir nýtt skólahús er orðin
svo knýjandi, að það er enn algjörlega
óleyst mál, hvernig hægt verður að
komast af næsta vetur. Allar likur
bcnda til þess, að neita verði nokkrum
hluta 3. bekkinga um aðgang að skól-
anum...."
H. H. lýsir svo hinu nýja skólahúsi,
sem er í smíðum og segir:
„í hinu nýja skólahúsi, sem byrjað
er á, verða 20 kennslustofur auk nokk-
urra verhstceðisstofa í kjallara og
heimavistar á efstu hæð.
Auk venjulegra iðnnema verður
þarna forskóli — það er, verkleg undir-
búningsnámskeið til þess að kanna
hcefni unglinga lil iðnnáms. Ennfrem-
ur framlialdsskóli fyrir sveina og meisl-
ara og námsheið og sérskólar i ýmsum
greinum.
L