Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 44
42
JÖRÐ
augu, með sprengda vör og skarð í framtennur beggja góma,
lítandi skelfingar— og þó einnig undrunaraugum á skipstjóra
sinn, matsveininn og hina tvo ægilegu og furðulegu íslend-
inga.
— Þú þarft alls ekkert að vera hræddur, sagði ég við hann
á eins skýrri og skilmerkilegri dönsku og mér var unnt. — Þessir
menn eru góðir menn, þó að þeir séu undarlegir, og þeir vilja
einmitt rétta þinn hlut.
Nú sá liann mig fyrst. Hann góndi á mig, og brátt rénaði
skelfingarglampinn í augum hans. Samt liélt hann Jdó áfram
að titra.
Markús vatt sér að mér, sagði mjög illúðlega og gaut um leið
hatursaugum til skipstjórans:
— Seg þú kapteininum, að skilyrðin fyrir Jrví, að ég leiði
ekki stóra ólukku yfir hann og skipið, séu }3au, að kokkurinn
horgi drengnum mánaðarhýruna sína, stýrimaðurinn kosti
hann eitt ár á skóla — og Jrann skóla, sem hann sjálfur vilji —
og kapteinninn ábyrgist, að staðið verði við Jaetta — og að
drengurinn sæti aldrei vondri meðferð þann tíma, sem hann
á eftir að vera á skipinu.
Eg gat gert skipstjóra þetta skiljanlegt án verulegra endur-
tekninga eða annarra erfiðleika, og hann vék sér síðan strax
að dyrum lyftingarinnar og kallaði hástöfum og ekki mildur
í máli:
— Styrmand, styrmand, Gregersen!
Það Iieyrðist þrusk og síðan fótatak, og svo kom Jrá stýri-
maður upp í stigann. Hann var sljór til augnanna, ekki ólíkt
Jrví, að hann væri ölvaður, og Jrað var eitthvað slapkennt við
andlitið — minnti á andlitið á gamla faktornum, eftir að liann
hafði fengið slagið.
Bunan stóð út úr skipstjóranum. Hann talaði svo fljótt, að
ég greindi ekki nema orð og orð á stangli: — spedalskhed —
forbandelse — söskade — hekseri — ísland — og orðasamstæð-
una: ikke löbe nogen risiko. ... En að lokum fylgdi skipstjóri
orðum sínum eftir með roknahöggi í lyftingarþakið.
Stýrimaður starði á hann, en renndi síðan augunum til
þeirra, Markúsar og Höskuldar — og loks til níðstangarinnar.