Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 18
16
JÖRÐ
„íslenzkir skáldsagnahöfundar hafa lítið gert að því að láta
persónur sínar tala sem óbreyttast alþýðumál. Má segja, að Jón
Thoroddsen sé þar sérstæður. En ég tel það eigi lítilsvert, að
farnar séu sem mest brautir talmálsins. Málið verður samgrón-
ara persónum — og þær um leið eðlilegri....
Þá er ég skrifa sögur, hef ég ósjálfrátt í huga Vestfirði, vest-
firzka lífernisháttu og vestfirzkt lundarfar. Gleymdum orðum
skýtur upp, þau verða samræn persónunum og krefjast réttar
síns. . . . Víða kann að vera skortur á því, að talmálið sé svo
eðlilegt og samgróið persónunum sem ég vildi, en við það
verður að sitja.“
Hér er svo skýrt fram tekið, að ekki verður um villzt, að
höfundur leitar enn fyrirmyndar til átthaga sinna, Vestfjarða.
Og allir vita, að sá landsfjórðungur er mjög sérstæður í íslenzkri
málssögu. Vestfirzkan svokallaða lifir enn á vörum sumra Vest-
firðinga, aðallega eldra fólks, en þó færist málfarið vestra óð-
um til samræmis við málfar annarra íslendinga. Skal ekki um
það dæmt hér, hvort sú breyting er fremur til góðs en ills.
Hagalín var alinn upp með fólki, sem var eðlilegt að tala
þetta vestfirzka mál og annað ekki. Hann er því ekki að finna
upp neinar sérvizku-konstir til þess að verða öðruvísi en aðrir
menn, þegar hann notar þetta málfar í sögurn sínum. Hann
liefur sagt það skýrt sjálfur, að þetta geri hann til þess að vera
raunveruleikanum trúr.
Við álnifin frá vestfirzku málfari bætist viðleitni Hagalíns
til að komast að öðru leyti sem næst hinu talaða máli alþýð-
unnar. Hann herrnir eftir sögupersónum sínurn, ef svo mætti
segja, hlustar á þær. Allir skáldsagnahöfundar sjá persónur
sínar fyrir hugskotssjónum sínum, og gera það eflaust misjafn-
lega skýrt. Mér er nær að halda, að Guðmundur Hagalín heyri
sínar persónur ekki síður en hann sér þær, — ef til vill miklu
betur. Af þessu leiðir, að með slæðist allmikið af innskotum,
smáorðum og upplirópunum, sem hafa oft litla eða enga efnis-
lega þýðingu, og verða jafnvel harla hvimleið jreim lesanda,
sem ekki er jafn heyrnarnæmur á talað mál og Hagalín sjálfur.
En sá sem les sögur lians vel, og vill lesa jDær vel, sér fljótt hvaða
tilgangur vakir fyrir höfundinum.