Jörð - 01.12.1948, Side 113
JÖRÐ
111
tölulega seint. Það er djúp trúarleg tilfinning í skáldsögum
þeim, er hann skrifaði frá því að fyrri heimsstyrjöldin hófst
og þangað til hin síðari dundi yfir, en hann er gersamlega laus
við allar kreddur. Hann leggur í þessum sögum sínum áherzlu
á samræmingu Iiinna upprunalegu, jákvæðu afla í manneðl-
inu við öfl gróandans í tilverunni, og hann lysir mjög lífi
þeirra manna er lifa í samfélagi við náttúruna. Þar sem hann
er alls ókunnur hér á landi nefni ég hér allar þær bækur lians,
sem mér virðast samræma bezt list og lífsviðhorf, en þær eru:
Jernbyrden, l—II, Kilden — sérstætt listaverk — Det gyldne
evangelium, Fant, I—II — og De vergelöse. — Sven Moren var
einn helzti forustumaður liinnar nýnorsku menningarreisnar
alþýðunnar í sveitum, og bera margar af skáldsögum hans
hugjónalegan og draumrænan blæ. En árið 1929 kom út eftir
liann skáldsagan Styrkepröve — um launadeilur skógarhöggs-
manna við þá, er skógana eiga, og um leið og bókin er mjög
góður skáldskapur og að minni hyggju mesta skáldverk Mor-
ens, er hún einstæð að því meðal sagna, sem fjalla um hliðstæð
efni, hve glögglega koma fram sjónarmið beggja deiluaðila
og hve lifandi persónulýsingarnar eru og óseyrðar öllum áróðri.
UNDIR 1930 tekur meir og meir að gæta andstæðna meðal
yngri skálda í Noregi — og enn sem fyrr hafa skáldin sjálf
forustuna til áhrifa á hin bókmenntalegu viðhorf, en alls ekki
fræðilegir bókmenntaleiðtogar. Öðrum megin var aðalmaður-
inn Ronald Fangen. Hann var íhaldssamur í stjórnmálum, og
liann hélt fast fram gildi hinna fornu dyggða. Hann var og
trúaður á þá venjulegu vísu, að liann viðurkenndi gildi trúar-
bragðanna og játaði kristna trú, en síðar varð með honum
trúarleg vakning. Kristindómurinn varð honum lifandi sann-
leiki og andleg nauðsyn, trú hans tengiliður milli hans og æðri
máttarvalda, og hann leit þannig á, að hið eina, sem gæti komið
í veg fyrir tortímingu nútímamenningarinnar væri það, að andi
kristindómsins næði að gagntaka mennina og gerbreytti hugar-
fari þeirra og lífsstefnu. Og andsta’tt því, sem við var búizt, óx
Fangen sem skáld og persónuleiki, eftir að hann tók að líta á
sig sem þjón þess sannleika, sem í hans augum var samnefnari