Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 148
146
JÖRÐ
faðir gróanda og gróðrar gefur börnum sínum kost á. En yfir
bókinni hvílir blær, sem bendir til þess, að skáldið hafi ort
kvæðin, þá er því virtist sól taka að lækka á lofti. Það er svo
sem hvíslað sé að okkur við lesturinn: Langt er nú liðið frá því
að dagur rann, og margs er að minnast, sem dásamlegt var og
margt að þakka, þrátt fyrir þyrna og þjáningar, þrátt fyrir
sóun og tortímingu. Og margt er enn, sem auga og hjarta
gleður, en loft er tekið að húma og stutt í hinzta áfangastað.
Þessi stemning kemur fram í misjafnlega blönduðum litum,
stundum meira, stundum minna af þeim rauða saman við
dökkva húmsins:
Ó, blíði dagurl hve frjáls og fagurl
— Nú fer að rökkva senn. —
Við sólarlag er hin síðasta baga
nú sungin, góðir raennl
Önnur vísa — meira er í henni af dökkvanum:
Andvarpar alda i nausti, —
allt er svo dapurt hér. —
Nú finn ég haust á hausti,
— haust í sjálfum mér.
Það situr eftir lijá lesandanum sérstæður hugblær, þá er hann
hefur lesið þessa bók, en forvitni leikur mér og máski fleirum
á því, hvort Þórir Bergsson mundi ekki eiga eitthvað frá vor-
dögum lífsins í fórurn sínum — ég meina eitthvað, sem fallið
hafi_í stuðla. Það gæti verið að því lífsnautn fyrir þá, sem angan
kunna að meta, að finna ilm vorblóma, ferskan og æsandi,
blandast höfgum og svo sem vímuþrungnum ilmi síðsumar-
gróðursins. — Helgafell hefur gefið bókina út, og er útgáfan
vönduð.
ÞORPIÐ heitir seinasta Ijóðabók Jóns úr Vör; áður eru
komin frá honum tvö kver. Jón er einn af þessum mönn-
um, sem vilja vera „róttækir", hvað sem tautar og raular. Hann
vill einnig vera nýtízkulegur og finnst það þá nauðsynlegt, já,
sjálfsagt, að hann reyni að fitla við veraldarmálin og fara fyrir