Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 150
148
JÖRÐ
skyggnumst undan handarkrika höfundarins. Víst snýr glugg-
inn oftast í norður, en ýmislegt bendir til þess, að skáldinu
láti betur að skyggnast mót suðri. Stefán Hörður Grímsson er
reikull í formi, og hann virðist sjaldnast ráða við þau efni, sem
hann fjallar um. Ég sat einu sinni fyrir mörgum árum í eld-
liúsi hjá konu nokkurri, og þar var tveggja ára drengur að
leik. Faðir lians kom inn með sykurkassa og setti á gólfið, og
drengurinn réðst á kassann og tútnaði mjög, hugðist lyfta bákn-
inu. Hann rak upp hrinu, en honum var ekki sinnt. Hann
sneri sér þá allt í einu við og settist á kassann, mikillátur á
svip og horfði mót sólu og þóttist auðsjáanlega góðu bættur.
Þegar ég var kominn aftur fyrir miðja bók Stefáns Harðar,
datt mér þetta smávægilega atvik í hug. Stefáni Herði finnst
sem sé, að hann verði að glíma við margan veraldarkassann, en
Iiann ræður ekki við þá. Svo ætti hann þá bara að setjast á
einhv.ern þeirra, eins og sá tveggja ára, og láta síðan hugann
sveima að vild. Hann er skáld — eða gott skáldefni, þó að liann
ráði ekki við hvern kassa, sem fyrir augun ber, á safarík orð
og hefur auga fyrir lífi og litum, sem setja ólgu í blóðið og
veita þó nokkra gleði. Ég ætla að birta hér hálfrímað kvæði
eftir hann, til að sanna þetta honum og öðrum:
í mínum draumi á dularströnd
óx demantsblóm,
en óséð blómjörð ofar hló.
í frjdlsri firrð
ég frjóar daggir óð
og nærði hug minn nýrri fró
og næturkyrrð.
En þögult brim á þaraskóm
gekk þveginn sand.
Úr berki trés mér telgdu far,
mín trygga þrá,
með stöngli blóms þú byrðing negl;
og farmannsflík
mér fá úr trefjum blaðs.
Ó, bærðu, gola, barkarsegl
á blárri vík,
' og þjót mitt far um þöglan sjá
til þessa lands.