Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 203
JÖRÐ
201
allan austurhluta álfunnar, er allt tal um slíkt auðskiljanlega
firra ein. Vestur-Evrópa út af fyrir sig væri auðunnin bráð fyrir
Rússland, þannig stækkað, og ekki neinn „þriðji aðili“. Meira
að segja í sambandi við Bretland og Bandaríkin væri hún í
hættu stödd, sem ekki yrði afstýrt nema með aleflis átökum
sameinuðum.
OKKUR næstu árin — og það verða tvísýn ár — á Vestur-
-L ’ Evrópa sér þá eina sjálfstæðisvon, efnahagslega og stjórn-
arfarslega, að Bandaríkin leggist með öllum sínum þunga á
sveif með þeim. Evrópsk samhjálp á sér enga von án Marshall-
hjálparinnar. Og Brússel-bandalagið væri líkt og þaklaust hús,
ef Bandaríkin legðu ekki til bæði ábyrgð á landvörnunr og
„láns- og leigu“-hjálp.
Samband Vestur-Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna hlyti
einnig að umlykja Samveldislöndin brezku, bæði af því að
sambandið þyrfti bækistöðva með út um víða veröld og af
hinu, að Samveldislöndunum hlyti að stafa hætta af því, sem
væri ógnun við Bretland og Bandaríkin. Þá er þess að minnast,
að öll Ameríkuríki hafa gert með sér varnarsamband, sem
mundi sjálfsagt tengja þau öll hinu „vestræna sambandi". Þetta
yrði þá að sumu hið sama og nefnt er „hinn vestræni heimur".
Oll verða þessi lönd að slá saman reitum sínum, nreira og
minna, eigi „hinn vestræni lreimur" að halda áfram að vera til.
Það þýðir þó auðvitað ekki, að öll þessi lönd gangi í eitt sam-
bandsríki, þar senr öll hafi sömu réttindi og skyldur innbyrðis
og gagnvart heildinni. Slíkt væri hvorki unnt né þarft. Bending
liggur í því, að nú hafa sextán Evrópu-ríki tekið höndum
sanran til efnahagslegrar samvinnu, en fimm aðeins til sam-
eiginlegra landvarna. Að vísu þarf hópur hinna fimm að vaxa,
en það getur dregizt, að hann nái yfir sönru sextán löndin.
Þýzkaland og Spánn hafa sérstöðu, og verður ekki hlaupið
að því að koma þeim fyrir í „Sambandinu". Rómanska Amer-
íka mun tæpast senda heri til að verja Vestur-Evrópu, þó að í
„Sambandinu" yrði. Sanrveldislöndin gætu tekið misjafna af-
stöðu — segjum Kanada og Indland.