Jörð - 01.12.1948, Side 117
JORÐ
115
nokkuð þyngslalegur og yfirleitt ekki á honum neinn glæsi-
bragur, eru skáldsögur hans svo mótaðar af heitri samúð og
ábyrgðarþrunginni alvöru, að þær lirífa hvern greindan og
athugulan lesanda og vekja hann til umhugsunar og víð-
skyggni.
Aksel Sandemose er hugkvæmur, sérkennilegur og þrótt-
mikill. Ef dæma skyldi manneðlið eftir skáldskap hans, yrði
dómurinn sá, að þar væri kynhvötin ekki aðeins einn af aðal-
þáttunum, heldur það, sem þar öllu réði, og fengi hún ekki
eðlilega svölun, breyttist luin í morðfýsn, blóðþorsta. Sande-
mose virðist svo grófgerður og frumstæður, að það er sízt und-
arlegt, þó að hann hafi kennt sig vansælan, er veita skyldi hon-
um uppeldi og fræðslu í siðmenntuðu þjóðfélagi, og svo hefur
hann þá, þegar hann kynntist kenningum Freuds, tileinkað
sér þær af ákafri þörf og frummannlegri einsýni, gert umsvifa-
laust þær hömlur, sem lagðar eru á svölun kynhvatarinnar, að
hinum ntikla meginfjanda ntannlegrar hamingju. Það er eftir-
tektarvert, að þessi frumstæði villingur, sem þolir ekki einu
sinni þau tiltölulega fáu og mjúku bönd, sem á hann eru lögð
í umgengni við hina minnst formföstu í frjálslegu lýðræðis-
þjóðfélagi, er Stalínisti, heimtar sitt himnaríki hér á Jörðinni
og það strax, himnaríki, þar sem sælan mundi í því fólgin, að
hann yrði lagður í læðing. „Bindið þið mig, áður en ég drep
einhvern," var haft eftir manni, sem átti vanda til að fá æðis-
köst. Af skáldsögum Sandemose er frægust En flyktning krysser
sitt spor, sem kom út árið 1933.
Tarjei Vesaas og Inge Krokann skrifa báðir nýnorsku og
báðir sveitasögur.
Vesaas kom snemma fram á vettvang bókmenntanna og er
eldri en Krokann senr rithöfundur. Hann var strax ljóðrænn
meistari á mál og stíl, en heildarálnif skáldsagna lians urðu
frekar til fyrir þann oft töfrandi blæ, er yfir þeim hvílir, vegna
einstæðrar gáfu höfundarins til að fella saman lýsingar sínar
á náttúrunni og manneskjunum, heldur en fyrir reisn persón-
anna eða þann spenning, er atburðarásin veki hjá lesendunum.
Og honum tókst betur og betur að gæða sögur sínar táknrænu
innihaldi, þannig, að persónur hans yrðu meira en einstak-
8*