Jörð - 01.12.1948, Side 99
JÖRÐ
97
styrjaldanna, er Jótinn J0rgen Bukdalil. Hann er ekki einungis
rnikils metinn í Danmörku, heldur víða um lönd, og þá ekki
sízt í Noregi, en mikill styrr liefur um hann staðið með þjóð
hans — og stendur raunar enn. Hann heldur því fram, að nú sé
yfirleitt ekki lögð nægileg rækt við þroska einstaklingsins, því
án þess, að einstaklingsþroskinn sé grundvöllurinn, verði allar
umbætur árangurslítið fálm. Hann leggur áherzlu á, að þjóð-
irnar verði að kynna sér sem bezt reynslu og menningu feðra
sinna og leggja síðan rækt við það, sem drýgst hafi reynzt til
halds og trausts, þegar mest reið á, og í Ijósi sögunnar verði
menn að meta hið nýja, innlent sem erlent. Svo sem einstak-
lingurinn geti því aðeins verið góður og gildur þjóðfélagsborg-
ari, að hann sé sjálfstæður og þroskaður persónuleiki, eins geti
þjóðin svo bezt verið heilladrjúgur þátttakandi í samskiptum
og samvinnu þjóðanna, að hún hafi gert sér sem nánasta grein
fyrir eðli sínu og aðstöðu og sniðið stakk menningar sinnar
og lífsforma x samræmi við erfðir sínar, umhverfi sitt, mögu-
leika sína og þarfir. Með tilliti til þessa leggur liann mikla
álierzlu á rannsókn skálda og rithöfunda á menningu og lífs-
foi'mum alþýðunnar í afskekktum byggðum og héi'uðum, þar
sem gleggst veiða ennþá gieindar máttarstoðir fornra og
ti'austra lífs- og menningarhátta og samband mannanna við
náttúruna. Þá telur og Bukdahl frelsi einstaklingsins til að
mynda sér skoðanir, velja og hafna og starfa að framgangi þess,
sem hann hyggur rétt og heillavænlegt, höfuðnauðsyn hverrar
þjóðar, og á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari var liann
einhver skeleggasti foisvarsmaður andlegs frjálsræðis og mjög
haiðvítugur andstæðingur nazista og kommúnista. Þá var hann
einnig — og er það enn — svarinn óvinur efnishyggju, — telur
trúarbrögðin manninum eðlileg — og þá um leið nauðsynleg
til þroska og menningar. Þau séu upprunalegur tengiliður
milli hans og hinna skapandi afla tilverunnar, og án þeirra
lendi hann út á villigötur böl- og helvalda: Hinn sterki þroski
hjá sér tilhneigingu til harðstjórnar og kúgunar, og hinn veiki
kjósi frekar að gei'ast viljalaust vei'kfæri þess, sem valdið hefur
og máttinn, en að þurfa sjálfur að bera ábyrgð á lífi sínu og
velferð. Bukdahl er lnxgmyndaríkur og skáldlegur rithöfundur,
7