Jörð - 01.12.1948, Page 65
JÖRÐ
63
eftir lífsfegurð. Þrá, sem öld af öld hefur búið henni í brjósti
og verið kynslóðum hennar lífslindin sjálf í langmyrkrum
margvíslegra þrenginga.
Og kannski er það þess vegna, að í gegnum óhljóðin öll
má á stundum heyra friðstola gnístran tanna og gráthljóð
deyjandi formskynjana.
8. OG: fjtrjdll er enn vor stóri gróður,
stendur hann engum fyrir sól."
LJÓÐRÆKT íslendingsins er tvímælalaust sá lífgróðui,
sem þjóðinni liefur verið mest vernd og bezt skjól fyrr
og síðar. En nú um skeið hefur sá gróður sízt verið svo þéttur
eða svo hávaxinn sem þyrfti. Hvað þá að þess væri ]:>örf, að
ganga þar til útrýmingar.
Það er því ótrúlegra en svo að ég geti sætt mig við, ef engir
þeirra, sem í þeij;t akri vilja nú a/llt upp með rótum rífa,
kenndu aldrei neinnar óvissu um ágæti þeirrar iðju sinnar.
Og ef þeir í innstu leyndum aldrei fyndu svíða undan sínum
eigin klóm.
Því þrátt fyrir allt rennur þó arfleifð blóðsins heit og rauð
um æðar þeirra, sem nú sækja með sverðseggjum að brjóst-
vörn síns eigin eðlis.
Þrátt fyrir allt eru það þó synir og dætur þeirra feðra, sem
kváðu á „heimsins máttkasta máli“ og drukku lífsþrótt og lífs-
vissu úr þeirri þekkingu, að:
„Sterk eru rímin og stuðlaval
sem steinum sé raðað á festi.
Hugur er leiddur í liátíðasal,
þar hirðmenn andans sitja við bál,
og orð er sem eldur gnesti.
Almáttka, dýra Óðins mál, —
hve oft var ein hending svalandi skál
og lífinu langferðanesti."
Þrátt fyrir allt eru það þeir — þessir úlfúðarfullu, þeir af-
vegaleiddu og þeir hinir óvitru og fákænu, sem þennan líf-