Jörð - 01.12.1948, Page 168
Bóndasonur —
embættismaður
ARI ARNALDS, fyrrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði og
sýslumaður í Norður-Múlasýslu, er mikil kempa á velli
og hinn höfðinglegasti. Hann hefur mikið andlit og glettinn
svip; það er neisti í auga hans og kímni í augnakrókum, kímni
eða viðkvæmni og alúð, ekki alveg gott að segja hvort er; skegg
hans er fagurt, hvítt, stuttklippt, skipt um rniðja höku, sér-
kennilegasta skegg á voru landi nú; ennið er hátt og mikið,
hárið farið að þynnast, mjallhvítt. Hann er vel ern, andlegt
fjör mikið, hyggjuvit hans ósvikið og starfsþrek enn allmikið,
þó að honum finnist það kannski ekki sjálfum, enda hygg ég
að fyrrum liafi liann verið fjörið sjálft.
Ari er bóndason, frá Hjöllum í Gufudalssveit, fæddur 7.
júní 1872 og því rúmlega 76 ára. Hann brauzt til náms með
lítil efni, settist í Latínuskólann 1893, tók stúdentspróf 1898,
sigldi til Kaupmannahafnar sarna ár og las lögfræði og stundaði
nám í fjögur ár. Upp úr fyrrihlutaprófi veiktist hann og lá
lengi, en fór síðan til Noregs og dvaldi þar á berklahælum.
Þar gerðist hann blaðamaður um skeið og vann við blaðið
„Verdens gang“ í Kristianíu. Að því búnu hélt hann áfram
námi í Kaupmannahöfn og tók embættispróf frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1905. Það ár fór hann lieim og til Eskifjarðar.
Stofnaði hann þar fyrir atbeina íslenzks kaupmanns í Kaup-