Jörð - 01.12.1948, Side 69
JÖRÐ
67
snilldarverk þessi, mörg, kornust svo að segja á hvers manns
varir.
En þó brá nú svo undarlega við, að leiðandi menn á þessu
sviði og aðrir andlegir merkisberar þjóðarinnar, létu þá furðu-
lítið frá sér heyrast fyrst í stað. Og það er eiginlega ekki fyrr
en nú á síðustu árum, að slíkir tóku að rækja þá skyldu sína,
að benda þjóðinni og skáldefnum hennar á þetta mikla for-
dæmi í ríki ljóðsins.
Þó ótrúlegt sé, er eins og þeir þá fyrst — meira en áratug
síðar — vakni til fullrar vitundar um, að hér hafi þá upprisið
annar Jónas Hallgrímsson í endurnýjun tungunnar. Og hlið-
stæða lians í látlausri tign ljóðsins, eins og sumir þeirra hafa
réttilega bent á síðan.
Það er náttúrlega ósköp dónalegt, í garði svona mikilla
manna, að láta sér detta í hug, að þeirra seinsvif hafi átt ein-
hverjar rætur til þess að rekja, að höfuðsnillingurinn var þá
ekki orðinn annað eins alheimsskáld og nú.
Hann var að vísu þá þegar orðinn heimsfrægur bæði á Is-
landi og sums staðar í Winnipeg. En það var þó ekki fyrr en
hann var líka orðinn heimsfrægur hjá Stanley Unwin og úti
í Danmörku, sem Jreir stóru í bókmenntinni hér heima sáu,
að þeir gátu ekki lengur vanrækt leiðarsegjendaskyldur sínar
í þessu efni.
Sem betur fór, leið þó okkar andlega líf ekkert stórtjón
vegna Jjeirrar vanrækslu.
í fyrsta lagi hafa nú sumir þeirra miklu manna smátt og
smátt, í skrifum sínum, verið að bæta Jjar fyrir. Og einnig
mætti af ýmsu ráða, að í þeirri forustufylkingu sé í aðsigi og
undirbúningi eitt samj^jálfað og sameinað áhlaup, er lofsyngj-
andi skuli lyfta meistaranum í eitt skipti fyrir öll upp í hásæti
hásætanna á ljóðvangi íslenzkrar þjóðar, svo sem hann nú
Jiegar skipar á öðrum vettvöngum skáldskapar og bókmennta
í þessu landi.
Og enn fremur fann Jrjóðin sjálf fljótlega hvar feitt var á
stykkinu, eins og fyrr segir.
Og þá ekki sízt þeirra á meðal, sem þörfin var mest — í hópi
ungra yrkjenda og siðabótasálna.
5*