Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 105
JORÐ
103
fáum árum að mjög miklu leyti úr sveitunum til bæjanna, og
iðnverkamenn urðu geipifjölmenn stétt. Á styrjaldarárunum
voru svo reist ný orkuver, og upp þutu verksmiðjur og verk-
smiðjuþorp, þar sem eingöngu var unnið að framleiðslu, er
notuð var í styrjöldinni. Þegar henni var lokið, stöðvaðist
reksturinn, eigendurnir urðu gjaldþrota og verkafólkið at-
vinnulaust, skattabyrðar sveitarfélaganna urðu drápsklyfjar og
ríkisvaldið stóð máttlaust. Þá misstu og Norðmenn mikið af
flota stnum í styrjöldinni, og þau skip, sem við höfðu bætzt,
voru flest lítt nýtileg stríðsframleiðsla. Utflutningsverzlunin
stórminnkaði, kaupgeta fólksins í borgunum þvarr, og land-
búnaðurinn komst í vanda, og úr sveit sem frá sjó var kallað
á aðstoð og aðgerðir ríkisvaldsins. Hinir gömlu stjórnmála- og
fjármálamenn kunnu að vonum ekki nein óbrigðul ráð til
lækningar meinunum, og þjóðfélagið riðaði.
Nú hafði einmitt rússneska byltingin og ráðstjórnarfyrir-
komulagið vakið alþjóðaathygli. Og með þá fremsta í fylkingu
sem fræðilega ráðunauta, hina stórgáfuðu og mikilhæfu vís-
indamenn og rithöfunda, prófessorana Edvard Bull og Halv-
dan Koht, tók meiri liluti verkalýðsflokksins norska afstöðu
með byltingarmönnunum rússnesku. Við kosningar til þings
árið 1921 fékk hinn kommúnistiski verkamannaflokkur fimmt-
ung milljónar af atkvæðum, en lýðræðisjafnaðarmenn, með
iðnaðarmanninn Magnus Nielsen sem foringja, rúm áttatíu
þúsund! Voru nú fullar horfur á, að svo gæti farið, að Noregur
viki út af vegi lýðræðisins og út úr menningarlegu samfélagi
hinna annarra Norðurlanda. En þeir prófessorarnir Edvard
Bull og Halvdan Koht voru engir náttúrukommúnistar. Báðir
voru þeir raunsæir, um leið og þeir voru hugsjónamenn. Og
þeir höfðu ágæt skilyrði til áhrifa. Bull var af frægri ætt gáfu-
manna og embættismanna, og hann var frumlegur vísinda-
maður í bæði norskri sögu og veraldarsögu, og enn fremur var
hann ágætur rithöfundur. Halvdan Koht var kominn af bænd-
um, landsmálsmaður, skarpskyggn og sérstæður sagnfræðingur,
lengi formaður alþjóðlegs félags sagnfræðinga, og auk þess afar
fróður um bókmenntir og dj úpskyggn á bókmenntaleg verð-
mæti. Hann var mjög snjall rithöfundur, og hefur auk sagn-