Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 81
JÖRÐ
7$
sígildrar listar, undir sannvirðinganna sól, með verk hins löngu
liðna ljóðameistara, sem forðum kvað:
„Heyrði eg sagt í hagldagaungíi —
hagara, gagara, skrugguskraungli,
mímara, stímara randaraungli:
Það rei£ sig kcila hans af aungli.
Heyrði eg sagt í hagldagó —
hagara, gagara, skrugguskró,
mímara, stímara randaró:
Hún rei£ sig af í miðjum sjó.
Er gott að mega vænta þess, að minningu hans og þvílíkum
verkum verði nú endanlega búið það heiðurssæti, sem honum
ber meðal sinna endurvekjenda, — efst á því geislum glóða
Parnassus íslenzkrar listmenningartízku, hlið við hlið höfuð-
snillingsins, sem lét sína stóru ljóðfórn blæða yfir oss með
sínum lærdómslistum á því sagnhelga þúsundáraþingminn-
ingarári 1930.
12. OG AÐ LOKUM: »Af kceti þú hlœrö eltlii kátast,
svo kátlegur er þinn mátinn."
I* FYRR umræddu lærdómskveri í ljóðamennt lætur höf-
undur þess getið í hinum fræðilega formála, að sínar vel-
heppnuðu tilraunir þar til nýsköpunar og endurbóta á ís-
lenzkri ljóðlist séu flestar gerðar í þeim stíl, er nefnist bur-
lesque. En það orð skrifa ýmsar nánustu frændþjóðir vorar
með óbrotnu og ósköp blátt áfram k-i og beygja svo samkvæmt
sínum tungum.
Og mun svo einnig gert hér á eftir að mestu leyti.
Jafnframt segir svo lærifaðir vor í Ijóðagerðinni, að bygging
margra þessara sköpunarverka sinna sé með hermiljóðabrag,
og verður tæplega varizt því að álykta, að með því orði telji
höfundur sig að nokkru leyti íslenzka lieitið á hinni fyrmefndu
stíltegund sinni. Enda mun málfróðum þykja það þokkaleg
þýðing, það sem hún nær. Og kurteis og snyrtileg er hún eins