Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 208
206
JÖRÐ
Að öðrum kosti er ekki um réttnefnda þjóð að ræða, heldur
múg eða tætingslýð, sem ekki getur vænt sér til frambúðar rétt-
inda og hlunninda raunverulegs þjóðfélags.
F þessu leiðir, að þjóðfélag hefur, sem slíkt, að sínu leyti
t\ — innan vissra takmarka — sams konar þörf og sams
konar aðgang gagnvart bæn og þakkargerð og einstakir þegnar
þess, enda alkunna, að sambæn og bænafundir eru frá önd-
verðu aðferðir, sem óaðskiljanlegar liafa verið kristilegu lífi,
sem einmitt öðrum þræði er, og hlýtur ávallt að vera, safn-
aðarlíf, Kirkjulíf. Enn fremur vitað mál, að Biblían ber stöð-
ugt og ítrekað vitni um þjóðarvitund einmitt í sambandi við
vitundina um Guð.
Þar sem þannig er háttað, að þjóðfélagið er sem heild svo
nátengt kristinni trú og kristinni kirkju, að það hefur opin-
bera og viðurkennda þjóðkirkju, þar virðist ekkert eðlilegra
eða sjálfsagðara en að þjóðfélagið sjálft komi við viss tækifæri
og með árlegri reglu fram við guðsþjónustu beinlínis sem
þjóðfélag, fyrir milligöngu embættismanna sinna, og sé þá
beðið og þakkað, prédikað og sungið þjóðfélaginu sjálfu við-
víkjandi, stöðu þess meðal þjóðanna og liinu alþjóðlega á-
standi, hnattrænum viðhorfum.
ÞJÓÐ vor lifir í Iieinri, sem er í ofboðslega hraðri þróun,
að heita má í allar áttir. Möguleikar eru til svo að segja
alls, góðs sem ills. Þróun náttúruvísinda, tækni og félagslegrar
skipulagningar er orðin svo óskapleg og jafnframt svo ört
vaxandi, að sýnilegt er, að allt þetta „nýja vín“ muni „sprengja
hina gömlu belgi“ von bráðar — svo að segja allar aðferðir,
á hvaða sviði sem er, verði að hugsa og skipuleggja upp af
nýju. Þær muni teljandi, hinar almennt viðurkenndu hug-
myndir í félagslífi og persónulegu lífi, er fái undan því komizt
að verða að kalla rifnar upp með rótum og annað lwort hent í
hugsunarleysisoflæti eða gxannskoðaðar og þá af nýju gróður-
settar með nákvæmni nýrra aðferða ellegar hent út á hauginn,
að vel athuguðu máli.
Lítum í kringum oss út um Jörðina, í anda, til þjóðanna