Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 205
Björn O. Björnsson:
Getur ÞJÓÐ verið aðili fyrir Guði?
FUNDI Prestafélags Hólastiftis, sem haldinn var á Hól-
n. um í Hjaltadal á minningardegi Jóns biskups Arasonar
á nýliðnu surnri, var samþykkt í einu hljóði ályktun þess efnis
að skorað var á yfirvöld þjóðkirkjunnar að beita sér fyrir því,
að tekinn verði í lög árlegur bæna- og þakkardagur fyrir liið
íslenzka ríki, hið íslenzka þjóðfélag, á vegum þjóðkirkjunnar.
JÖRÐ hefur oftar en einu sinni áður vakið máls á nauðsyn
þess, að Jjjóðin lærði að líta á sjálfa sig sem Jjjóð frammi fyrir
Guði — lærði betur samstilling í bæn, Jjökk, lofgerð og
yfirbót. Þjóð, sem telur sig kristna, verður annað hvort að
botna þá vísu með slíkum hætti eða átta sig á, að hún er ekki
að gagni kristin. Verst er að vera til lengdar hvorki hrár né
soðinn. ,,Af því að þú ert hvorki heitur né kaldur heldur hálf-
volgur, mun ég skyrpa þér út úr munni mínum,“ — „betur, að
Jjú værir kaldur eða heitur“ (Opinberun Jóhannesar 3, 6. 5.).
Hálfvelgjan er grafgata, sem enn þá erfiðara er að hafa sig
upp úr heldur en kuldinn.
JÖRÐ fagnar því eðlilega samjjykkt Hólafundarins, er að
ofan getur. Hins vegar er þó rík nauðsyn að athuga, að áskor-
anir til yfirvalda um mál sem þetta gagna lítið, Jjó til greina
væru teknar, nema almennmgsálitið standi að baki þeim ráð-
stöfunum að verulegu leyti. Þess vegna verður, jafnframt því
sem svona ályktanir eru gerðar, að vinna ótrautt að því að
undirbúa jarðveginn, sem tré blessunarinnar á að gróðursetj-
ast í, því að annars verður það sem hið ófrjósama fíkjutré.
Verður að vænta, að prestarnir, sem að ályktun þessari
standa, botni nú vísuna með ótrauðu og þolinmóðu starfi að
skilningi safnaðanna á mikilvægi hennar. Því visstdega er hér
um mikilvægt mál að ræða, enda almenn nauðsyn, ekki síður
kirkjulegum aðilum en öðrum, að leggja það ekki í vana sinn
að hætta við sínar vísur hálfkaraðar. JÖRÐ vill að sjálfsögðu