Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 45
JÖRÐ
43
Og allt í einu geiflaði liann munninn, var líkast því sem liann
ætlaði að bresta í grát, og ég varð að bíta á vörina til þess að
fara ek'ki að hlæja, því þetta var ótrúlega hláleg sjón. Litli mað-
urinn dró líka annað augað í pung, og hann sneri upp á munn-
vikið, sem að mér vissi. O, skelmirinn var svo sem við fulla
heilsu hjá honum Markúsi, þrátt fyrir allt það, sem liann var
búinn á sig að revna. . . . Svo mælti stýrimaður — og það var
eins og hann hefði upp í sér glóðheita kartöflu:
— Jo-o, jeg. . . .
Nei, ég hvorki skildi, né gat ahnennilega greint orðið, sem
hann notaði — en það var auðséð, að það átti að þýða sama og
samþykki af hans hendi, enda vék skipstjóri sér nú að mér og
sagði stýrimann hafa gengið að því skilyrði, sem hann ætti að
uppfylla. En þá var það matsveinninn? Jú, hann ætlaði að
ábyrgjast það, skipstjórinn — sagðist hafa það algerlega í hendi
sinni, að matsveinninn, det fandens livsvarige tyende, gengi að
þeim kosti, sem honum hefði verið settur.
Markús mun hafa fylgzt með í því, sem fram fór, því að hann
spurði mig einskis, en bað mig nú hins vegar að spyrja dreng-
inn, hvort hann væri ekki ánægður með úrslit málsins. Ég gerði
eins og stórmeistarinn skipaði, og drengurinn varð allur að
undrun og spurn. En það kom ekki nokkurt orð út yfir hans
varir.
— Er du saa. . . . ? Æ, nú var alveg úr mér stolið, hvað var
ánægður á dönsku.
— Fornöjt, sagði Markús.
— Ja, er du saa fornöjet? spurði ég, lítið eitt óþolinmóðui.
Drengurinn leit til Markúsar, og svo brosti hann út í annað
munnvikið og kinkaði ofurlítið kolli.
— Svo er þá það eftir, að kapteinninn sverji, rétti upp þrjá
fingur og sverji það, að hann ábyrgist, að öll skilyrðin verði
uppfyllt, murraði Markús.
— Vitaskuld — ha? gjallaði Elöskuldur.
Litli maðurinn ýtti við mér með olnboganum:
— Segðu kapteininum, að hann eigi á eftir eiðnum að segja
töfraorðin: Ba-ra, tu-ta, ra, tá. Og svo eigi hann að signa sig.
— Ég veit ekki, hvað það er á dönsku, að signa sig, mælti ég.