Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 26
24
JÖRÐ
á þilfar. Svo bundu þeir bátinn við höfuðböndin og klifruðu
upp á skipið.
Þarna var svolinn með kaðalinn í höndunum. Hann leit til
piltsins, sem ennþá stóð grafkyrr við miðsigluna. Örsnöggt
renndi ég augunum til skipstjórans. Og ég hrökk við: Ég sá
greinilega skína í tanngarð undir hinu mikla yfirskeggi. Nú
stutt, en vonzkuleg skipun frá stýrimanni. Matsveinninn og
annar hásetinn stukku af stað — liinn hásetinn dokaði við.
Hróp frá stýrimanni, reiddur hnefi. Og hásetinn dróst á eftir
hinum.
ÞAÐ varð enginn eltingarleikur. Pilturinn stóð eins og hann
væri fjötraður. En hann rak upp skerandi hljóð, og hann
liljóðaði án afláts.
— Ha? sagði Höskuldur gamli og tinaði ákaflega.
Og nú rann það upp fyrir mér, hvað til mundi standa. Ég
hafði heyrt talað um þann verknað, en í rauninni víst alls ekki
trúað því, að hann ætti sér stað. Ég hafði heyrt sjómenn segja:
— Það ætti að taka þig og. . . .
Nei, ég gat ekki fengið af mér að forma orðið — ekki einu
sinni í huganum. Það var allt í einu orðið að ægilegum veru-
leika. Og nú skildi ég, að Markús hafði áðan verið búinn að
gera sér grein fyrir, livað í vændum væri. Því hafði hann orðið
svona einkennilegur — eins og miður sín. Ég leit á hann. Nú
sýndist svo sem hann Iiefði augun alveg lokuð. Sigurður —
hann glápti eins og stirðnaður, var þó með kreppta linefa. Og
Höskuldur gamli var eins og liðið lík, var eins og hann hefði
Imigið örendur fram á öldustokkinn. Hin starandi augu, opinn
munnurinn, gulhleikt hörundið — allt gat þetta átt við lík. . . .
Ég beit á vörina og renndi á ný augunum til þess, sem fram
fór á skonnortunni Dorotheas Minde. Skyldi hún heita eftir
móður reiðarans?
Hljóðandi pilturinn var dreginn fram þilfarið og út að
öldustokknum, aftan við forsigluna. Kaðlinum var hrugðið
undir hendurnar á lionum. . . . Skyldu þeir nú ekki hnýta
pelastikk, svo að harður kaðallinn reyrðist ekki inn í lioldið?
hugsaði ég með mér, hugsaði eins og vél mundi hugsa, ef lnin