Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 183
JORÐ
181
vegna bætti ég þá ekki 7 nemendum
við?
I>ctta getur Helgi Hermann alls ekki
skilið og telur þetta sönnun þess, að
iðngreinarnar séu opnar upp á gátt.
Þetta munu hins vegar flestir meist-
arar geta skilið.
Astæðan er i slíku tilfelli sem sé
sprottin af því, að lærlingi er ekki
hægt að segja upp vinnu fyrr en eftir
4 ár. Er því allmikill ábyrgðarhluti
að takast á hendur þá skuldbindingu,
fjárliagslega og faglega, að halda 14
lærlingum og 14 sveinum (sem kenn-
urum?) gangandi í 4 ár, án þess að
nokkur trygging sé fyrir nægilegri at-
vinnu og afkomu fyrir þetta lið.
Má minna á í þessu sambandi, að
ríkisstjórnin bjó á þessum árum svo
óviturlega að vélsmiðjunum með nýrri
verðlagslöggjöf, að álagningarheimild
þeirra var lækkuð í slíkt lágmark, að
smiðjur eins og Jötunn, sem byggð var
við hraðvaxandi dýrtíð (vísitalan jóksl
úr 180 í 270 meðan á byggingu stóð)
og útbúin dýrum vélum og verkfærum
af beztu gerð til vandasamra mótor-
viðgerða — urðu ekki reknar nema
með verulegu tapi.
Varð ég af þessum ástæðum að eyða
fimm árum ævi minnar í að berjast við
yfirvofandi gjaldþrot, vegna sífellds
tapreksturs, og greiða þrátt fyrir það,
í viðbót við tapið, umsetningarskatt
og útsvar — unz mér tókst að selja
vélsmiðjuna með nokkur hundruð
þúsunda króna tapi. Þó höfðu á sama
tíma flestar aðrar fasteignir og áhöld
hækkað stórlega í verði.
Varð ég fegnastur að losna við þann
bagga, er vélsmiðjan var orðin mér,
enda þótt draumur minn um að
byggja upp merkilegt fyrirtæki yrði
að engu.
Auk þessa örvggisleysis um afkomu,
sem víða vofir yfir, er loks engin trygg-
ing fyrir því, að hægt sé að halda öll-
um þeim sveinum, sem á ákveðnum
tfma eru starfandi, því að þeir geta
sagt upp með viku fyrirvara. Hefur
það meir að segja komið fyrir, að vél-
smiðja hefur verið kærð og sveinafélag
reynt að gera hana skaðabótaskylda,
fyrir það að hún gat ekki haldið nægi-
lega mörgum sveinum og komst þann-
ig um skeið í það ástand að hafa fleiri
lærlinga en sveina.
Nei, skyldur meistarans við lærling-
ana eru orðnar svo miklar, að það er
ekki eins eftirsóknarvert og menn
skyldu ætla, að taka nemendur upp á
arma sína og tryggja þeim fjölbreytta
kennslu og laun í fjögur ár.
í hinu nýja frumvarpi til iðnlaga,
sem H. H. mun eiga þátt í, eru skyldur
meistarans þó enn auknar að mun.
Það er m. a. af þessari ástæðu að ég
hef bent á og vil fara allt aðrar, og að
ég tel greiðfærari, leiðir til iðnmennt-
unar heldur en þær, sem nú tíðkast og
virðast vera hinar einu fjárgötur sem
Helgi Hermann kemur auga á.
Er mér svo sama, hvort H. H. getur
tvöfaldað lærlingatöluna á pappirnum
fjórða hvert ár, því að með því móti
verða sjálfsagt allir íslendingar orðnir
að faglærðum iðnaðarmönnum árið
1969, eða allt að 192 þúsund manns —
ef heimildin er notuS.
Ég tel ekki, að svo yfirborðslegar
umræður og röksemdir gagni neitt í
því máli sem hér um ræðir.
Eða hvað segir Helgi Hermann um
auglýsingu eins og þessa, sem nýlega
birtist í dagblaði hér í bæ, sbr. Vík-
verja Mbl. 8. sept. 1948:
„Ungur maður getur fengið að læra
rafvirkjun með góðum kjörum. Sá