Jörð - 01.12.1948, Page 145
JORÐ
143
Vegsemdin þeirra verður mun meiri, er gieiða bezt fyrir
þeim sláttumanni, sem má vera á eilífu ferðastjái við „að fóðra
gamla Bleik“ — þeirra, er brýna svo ljá hans, að Davíð getur
farið um slátt hans svofelldum orðurn:
En senn ber fákur fölan gest
til frjórra slægjulands,
°g þegar honura bítur bezt,
er breiður skárinn hans.
Eitt af meistaraverkum Davíðs fyrr og síðar er kvæðið
Askurinn —- um bóndann og skáldið, sem situr með tálgu-
hnífinn sinn og sker myndir í askinn:
Og hví skyldi bóndinn biðjast griða
og bugast af hugarsorg,
fyrst aumasta kotið í Akrahreppi
er orðið að draumaborg?
Já, hví þá það? En það er stundum stutt í hamskiptum
veruleikans:
Svo hrekkur hann við. Það' hrikti í bjálkum,
og hreysið varð kalt og snautt.
Gustinn leggur um gættir allar,
og grútarljósið er dautt.
Bóndinn er niddur, björgin þrotin
og búslóðin hafurtask,
en skáldið átti skínandi drauma
og skar þá — í tóman ask.
Hrífandi samruni minninga og uggblandinnar eftirvænt-
ingar er kvæðið Vornótt — minnir á náttúruna á síðsumar-
kvöldi, þá er hún skartar glæsilitum og loftið er þrungið höf-
ugri angan — en þó svo sem yfir öllu eða máski frekar eins
og á næstu grösum andi komandi hrímnótta. Smákvæðin
Haustljóð og Eg leiddi þig i lundinn eru bæði nýjung í kveð-
skap Davíðs að stemningu, svo ólík sem þau þó eru, og bæði
fágætlega látlausar og fágaðar perlur, og kvæðið í minningu
Jónasar Hallgrímssonar skyldu menn lesa oft og með hljóð-
látri athygli, því að þar er undursamlegur samruni áhrifa frá
íslenzkri náttúru og frá ljóðum Jónasar, frá ást skáldsins á