Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 96
94
JÖRÐ
kom alls staðar við — í sveit og í bæ, leit kuldalega á seðla-
mörkin þýzku, ávísanirnar og verðbréfin — og glotti nöturlega
og brátt settist hann að í Borginni við Sundið og hafði þar
sínar höfuðstöðvar, en sendi fulltrúa sína í hvert sveitaþorp
og hverja borg. Og víst kom hann færándi hendi, hafði byrði
gnóga af svartsýni, lífsleiða, taugasléni og um fram allt efnis-
hyggju, og þeim, sem ekki vildu Júggja slíkar gjafir einar
saman, lét hann í té æsingasýki, ofbeldishneigð eða takmarka-
litla trú á Jrau undur, sem gerast mundu á jörðunni, mönn-
unum til góðs, ef ráðizt væri í þjóðfélagsbyltingu.
Hans Hartvig Seedorf Pedersen var einn af veizlusöngvurum
í stríðsgróðaveizlunni, án Jress þó að hann gerðist beinlínis
trúður, skældi sig, stæði á höfði á veizluborðum eða talaði
tungum. Hann sagði í einu af kvæðunum í ljóðabók frá 1927:
Graa bryder Morgenen frem.
Festen er orame.
Gav den dig Modet, min Sjæl,
til at m0de det tomme?
Jú, Seedorf Pedersen hefur staðið sig sæmilega á samfund-
um sínum við tómleikann, Jrví að fegurð máls og ríms, töfrar
danskrar náttúru, og dásemdir dansks þjóðlífs og lyndis hafa
orkað á liann sem gleði- og heilsudrykkur.
En lilutur Emils B0nnelykkes varð mjög á annan veg, eins
og Jregar hefur verið á minnzt, og loks er hann nú orðinn
trúarlegt skáld, en vandséð er ennþá um Jrað, hvort honum
veitist sú hin sama náð og Jrjóðsagan segir að hafi hnigið Hall-
grími Péturssyni í skaut eftir að hann hafi verið búinn að falla
í Jrá freistni að misnota skáldgáfu sína.
Allfróðlegt er að kynnast Jrví, út á hvaða stigu frægasta skáld
gleðimannanna, Tom Kristensen, var kominn, þá er hann tók
að ranka við sér eftir veizluna miklu í sölum dýrkenda Mamm-
ons. Tom Kristensen liefur skrifað langa skáldsögu, sem heitir
Hærvœrk — Hervirki. Þar er lýst lífi blaðamanns og rithöf-
undar, og er talið, að Tom Kristensen sjálfur sé aðalpersóna
sögunnar — og flestar aukapersónurnar séu kunningjar hans
frá árum gleðilífsins. Það er sízt nokkuð glæsilegt eða státið