Jörð - 01.12.1948, Page 110
108
JÖRÐ
og dirfsku, hvorki dregin fjöður yfir háskann og veilurnar
né lieldur nauðsyn og skyldu mannsins til yfirbótar, Eftir að
Sigrid Undset hafði fjallað um þessi efni, varð hún kaþólsk,
og bæði í greinasafni og skáldritum hefur hún lagt meiri og
meiri áherzlu á ábyrgð og skyldur einstaklingsins. Svo sem
sögurnar um Ólaf Auðunsson og börn lians bera vott um
meiri mannþekkingu og hlífðarlausara raunsæi á manneðlið
en flest önnur norræn skáldrit, svo er þetta og um nútíðar-
skáldsöguna ídu Elisabetu, og einmitt fyrir þessar sakir orka
þær kröfur, sem skáldkona gerir í þeirri bók um uppfylling
skyldunnar á vettvangi hversdagslífsins, með geipilegum þunga
á lesandann.
Olav Duun var glæsilegur stílsnillingur til jafns við Ham-
sun, dulskyggn og dulrammur á við Kinck, sannur og rökvís á
borð við Garborg og átti sér ámóta hæfileika til fjölþættrar
persónusköpunar og snillingar íslendingasagna. Duun lýsti
svo að segja eingöngu sveitungum sínum, bændum og fiski-
mönnum í Naumudal í Norður-Þrændalögum, en í bókum
eins og Júvikurættin, sem út kom í sex bindum 1918—1923,
þriggja binda sögunni um Ragnhildi (Medmennske, Ragn-
hild, Siste leveáre) 1929—1933 — og Manneskjan og máttar-
völdin 1938 — verður þetta alþýðufólk í höndum hans að full-
trúum mannkynsins í baráttu þess frá frumstæðri einstaklings-
hyggju, er nærist af dulrammri náttúrusamkennd, til stríð-
andi og líðandi persónuleika, sem finnur sig ábyrgan gagn-
vart samvizku sinni og hinum skapandi máttarvöldum á sínu
eigin pundi og á velferð náunga síns.
Um það bil jafnaldra Olav Duun eru verkamannaskáldin
Jóhann Falkberget og Kristófer Uppdal. Þeir voru báðir ó-
lærðir menn í æsku og tóku ungir að stunda verkamanna-
vinnu. Báðir tóku þeir þátt í verkalýðshreyfingunni sem trún-
aðarmenn stéttarbræðra sinna, og Falkberget var stjórnmála-
ritstjóri, um tíma stórþingsmaður og mjög lengi forvígismað-
ur gamalla stéttarbræðra sinna og sveitunga í sveitarstjórn.
En hvorugur þeirra er stétt- eða flokksbundinn áróðursmaður
sem skáld og hvorugur byltingasinnaður.
Falkberget hefur skrifað milli tuttugu og þrjátíu bækur,